Illa þefjandi táfýlutónlist

3 Maí


Þá er Mark E. Smith að mæta hingað í fjórða sinn með nýjasta unglingagenginu sem skipar The Fall núna. Bandið er að gefa út plötuna Re-Mit, sem skv.  wiki er þrítugasta Fall-platan. Lagið hér að ofan er fyrsta lag „í spilun“ tekið læf nýlega. Hingaðkoman er hluti af hinni geðveiku ATP-hátíð í júní.

Nú er spurning hvort Mark verði jafn tiltektarsamur og í Austurbæ 2004 þegar hann eyddi megnið af gigginu í að færa míkrafóna af gítarmögnurum og eitthvað rugl. Annars fannst mér hann ansi gamall og lúinn 2004. Það er eftirminnileg sjónin þegar eigandi Grand rokks studdi hann upp á svið, en þá hafði Mark og bandið aðeins verið að fá sér baksviðs. Ætli hann húki ekki í stól eins og á sýnishorninu hér að ofan. Maður hefur alveg séð hressari 56 ára náunga.

The Fall er stórkostleg hljómsveit! Alltaf mismunandi, alltaf eins – eins og megafan númer 1, John Peel lýsti svo eftirminnilega yfir.

En það eru ekki allir sem „ná“ snilldinni. Í skáldsögu Hallgríms Helgasonar (54 ára), Roklandi, þegar fýlupokinn Böddi er á leiðinni í bæinn, notar hann mikið pláss í að úthúða The Fall eftir að lag með sveitinni brestur á í útvarpinu. Mér fannst ánægjulegt að sjá þetta í sögunni þegar ég las hana fyrst, en hugsaði jafnframt að miðað við karakter-einkenni Böddi ætti hann einmitt að fíla The Fall. Að hann gerir það ekki er klárt merki um stæka geðveiki. Eins og kemur síðan í ljós í bókinni.

Ég fór í bókasafnið áðan til að fá bókina lánaða og skanna Fall-dissið hingað inn. Fyrir algjöra (og nokkuð stjarnfræðilega) tilviljun hitti ég höfundinn við bókahillurnar. Hann gaf leyfi fyrir þessari birtingu:

hhthefall

3 svör to “Illa þefjandi táfýlutónlist”

  1. Ragnar Jónsson maí 4, 2013 kl. 1:47 f.h. #

    Var að frétta þetta. hvar of hvenær verða tónleikarnir. Vil sjá karlinn. Kannski er þetta síðasta tækifærið. Síðast var hann á niðurtúr. Verður vonandi hæfilega drukkinn og dópaður núna.

  2. Frambyggður maí 10, 2013 kl. 9:13 e.h. #

    Nennti ekki að lesa þetta allt. Flott hjá honum að berja í symbal með mæknum eins og Who! Mér fannst bara flott hjá honum að fikta í græjunum í Austurbæ. Með áhugaverðustu og skemmtilegustu tónleikum sem ég hef verið á.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: