Airwaves-gestur færir rótarbjór

19 Maí

bryanrootbeer1
Bryan vinur minn frá Boston kom á Airwaves í fyrra og greip nokkra framandi rótarbjóra með handa mér. Ég hef verið að mjatla þessu í mig og hef nú lokið við að drekka þá sjö rótarbjóra sem hann kom með og ég hafði aldrei smakkað áður. Nú er ég reyndar búinn að smakka svo margar tegundir af rótarbjór að þetta er allt farið að renna í einn graut, enda er ég ekki með bragðlauka á heimsmælikvarða. Ég skal samt reyna:

Blumers kemur frá Monroe í Wisconsin og þar á bæ leggja menn mikið upp úr því að auglýsa að það sé notaður cane sugar. Corn sýropið er náttúrlega alveg í ruslinu núna og gosdrykkjaframleiðendur með sjálfsvirðingu monta sig af cane sugar. Þessi var rjómalegur og mjög góður rótarbjór upp á þrjár stjörnur.

Drive-in style Dog n Suds ku vera mið-vestur rótarbjór/hamborgarabúllu-keðja með rætur til 1952 og Champaign borgar í Illinois. Það gerir þetta strax eftirsóknarvert enda spilaði Bless eitt af fáum góðum giggum sínum í hinum alræmda 1990-USA-túr í þessum háskólabæ. Fengum góðan mat, 40 manns á tónleikana og 150$! Rótarbjórinn er alveg fínn, maður finnur alveg „drive-in“ bragðið (!) því þetta er á lúmskan hátt teiknimyndalegur drykkur. Þegar allt kemur til alls erum við að tala um þrjár stjörnur.

Olde Brooklyn Root Beer kemur frá Williamsburg og notast við ekta reyrsykur (hipp – eru starfsmenn í tvíddi og koma til vinnu á gamaldags götuhjólum?) Hann er alveg djöfulli góður, sætur, rjómaður og sprellifínn. Fjórar stjörnur! Þess má geta að sama verksmiðjan framleiðir líka Sioux City rótarbjórinn, sem er eiginlega sú tegund sem kom mér út í þessa gosdellu (eftir að ég keypti flösku einhvers staðar upstate NY 1997). Sioux City kemur fyrir í snilldarverkinu Big Lebowski og það er í raun nokkuð metnaðarleysi að samnefnd hamborgarabúlla á Laugarvegi bjóði ekki upp á þetta.

Iron Horse Root beer var fjandi góður, eða fyrsti sopinn það er að segja. Rjómakenndur og góður. Því miður uppfyllti restin úr flöskunni ekki þær væntingar sem fyrsti sopinn hafði gefið, en engu að síður fínn drykkur hér á ferð – framleiddur í Edina, Minnesota og ég fann enga heimasíðu, bara facebook-síðu. Þrjár stjörnur.

bryanrootbeer2

River City er frá Sacramento í Kaliforníu og frá Blue Dog verksmiðjunni. Hér er allt við sama keip, rjómakeimur og ágætis bít. Þrjár á kvikindið.

Frostop er rótarbjór og veitingahús. Menn eru alltaf stoltir af fortíðinni í þessum bransa og segjast hafa byrjað 1926. Þetta er ansi hefðbundið kornsýrops-drull og ekki nema upp á tvær stjörnur. Þokkalegt en of kommersíal og svipað og margt annað.

Baumeister Root Beer er frá Lakeshore bottling í Green River í Wisconsin fylki. Þeir eru með þessa fínu heimasíðu. Mjöðurinn er ágætur en án sterkra einkenna (svo ég grípi til klisjulags orðalags). Alveg skotgekk niður kokið á mér svo við erum að tala um heilar 3 stjörnur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: