Homer talar íslensku

20 Maí

simphallgr
Íslenski þátturinn af Simpsons var frumsýndur í gærkvöldi og verður sýndur á Stöð 2 í kvöld ef ekki verður búið að reka alla þýðendurna. Þetta er ágætur þáttur sem Ferðamálaráð hlýtur að taka fagnandi því þetta er megabúst landkynningarlega séð. Auðvitað er gripið í allar helstu klisjurnar um land og þjóð, en meðal þess helsta sem ber fyrir augu og eyru er að Hómer talar íslensku („Ég er með frábæra hugmynd!“), (stytta af) Björk og Jóhanna Sigurðardóttir koma við sögu, ný gullfalleg Sigur Rósar músík er notuð í hljóðrásinni og svo spila strákarnir löturhæga útgáfu af titillagi Simpsons í lok þáttarins.

simpbj

Atriðin fara m.a. fram á Skólavörðuholti, í Perlunni, inni á Hressó (eða Yukki’s Grossfud eins og staðurinn heitir í þættinum), við Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar (sem í raun er einn heitasti túristastaður borgarinnar og varla líður sú mínúta sem þar er ekki allt vaðandi í túristum), í Bláa lóninu og á ótilgreindum „úti á landi“ stöðum þar sem varla er þverfótað fyrir eldfjöllum og goshverum.

simplandsl

 

simpjoh
(Þetta á að vera Jóhanna!)

4 svör to “Homer talar íslensku”

 1. pmfridrik maí 20, 2013 kl. 12:47 e.h. #

  Þetta er flott samantekt Gunni, það verður gaman að fylgjast með þessum “ íslands“ þætti enda Simpson búinn að vera í uppihaldi frá byrjun.

 2. Óskar P. Einarsson maí 22, 2013 kl. 8:28 f.h. #

  Það var þrusugaman að sjá þessa ofursúrrealísku mynd af klakanum (og heyra Íslendinga tala með rússneskum hreim!) en mikið SVAKALEGA eru Groening og co. búnir að missaða, greyin…

  • drgunni maí 22, 2013 kl. 8:48 f.h. #

   Hmm… tja, alveg ágætir ennþá finnst mér. Nefndu mér einhvern sem hefur ekki misst það eftir 24 season. Og það er bannað að segja Mark E Smith!

 3. Óskar P. Einarsson maí 22, 2013 kl. 1:18 e.h. #

  Hehehe! South Park finnst mér vera tiltölulega konsistent eftir þessi 15+ ár, meira svo en Simpsons. Annars er Matt Groening gríðarlegur snillingur nonn ðe less, mikill tónlistarspekúlant og löngu búinn að sanna sig…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: