Úr tónlistarlífinu

3 Jún

heidaskarpa,jpeg
Heiða og Berglind eru að fara í mæðginaferð um landið. Þær spila báðar frumsamda tónlist sem flokka mætti sem tilraunakennda popptónlist á jaðrinum, en nálgast tónlistarflutning sinn á mjög ólíkan hátt. Heiða notast eingöngu við kassagítar og söng og leikur hæga og seigfljótandi þjóðlagatónlist, en Berglind notar tölvu og míkrafón og leikur tilrauna-partý-raftónlist. Þær taka syni sína, 11 og 13 ára, með sér í ferðina og meðferðis verður tónlist á kasettum og geisladiskum sem þær ætla að kynna og selja. Túrinn er svona:

Mán. 3. júní: Langaholt, Snæfellsnesi
Þri. 4. júní: Hótel Djúpavík, Ströndum
Fim. 6. júní: Populus Tremula, Akureyri
Lau. 8. júní: Bókabúðin-verkefnarými  í samstarfi við Menningarmiðstöðina Skaftfell Seyðisfirði, Seyðisfjörður
Sun. 9. júní: Blúskjallarinn, Neskaupsstaður

Berglind Ágústsdóttir  er myndlistamaður og tónlistamaður og hefur hún nýlokið við sinn þriðja geisladisk sem ber heitið „I am your girl“. Á tónleikunum mun hún leika og syngja lög af honum, ásamt einhverjum lögum til viðbótar. Fyrir hefur hún gefið út plöturnar „Fiskur númer eitt“ sem kom út árið 1997,  „Vinir bjarga deginum“ árið 2010, vocal remix-diskinn „Aldrei of seint fyrir ást“ árið 2010 og hefur sungið inná fjölda geisladiska með öðrum böndum , ásamt hefðbundnu sýningahaldi. Einnig hefur hún nýhafið útgáfu á kasetturöð með tónlistarlegum tilraunum og út eru komnar tvær í þeirri röð.

amiinalighthouse

Amiina gefur út The Lighthouse Project 7. júní. Þetta er epísk ep+bók sem kemur út á cd og vinýl. Sex Amiinu-lög eru á disknum, gömul og ný, þ.á.m. kóver af lagi Lee Hazlewoods Leather and Lace. Sem kunnugt er tók Lee sitt síðasta lag upp með Amiinu, einni viku áður en hann dó.

Sérstök „Lighthouse version“ er af laginu á nýju plötunni, lagið í nýrri útgáfu án Lees.

Daniel Johnston leikur í Fríkirkjunni í kvöld, einn og með hljómsveit. Árni Vil úr FM Belfast hitar upp. Kannski til örfáir miðar ennþá á þessa skyldumætingu… Maður fór að hlusta á Daniel eftir að nafn hans fór að poppa upp í blöðum eins og Forced exposure um 1990. Í NY-ferð 1989 keypti ég nokkrar kassettur með honum í búðinni í CBGB’s, m.a. Contuined Story, sem hann gerði neð bandinu Texas Instruments. Ég snéri öllu við til að leita að þessum spólum áðan en fann ekki. Hvað ætli ég hafi gert við þetta? Á þessum örlí kassettum var Daniel bara einn að búa til tónlistina, en síðar hefur hann spilað með ýmsum. Lagið It’s Over höfðaði alltaf mest til mín. Ég vona að hann spili það í kvöld. Daniel varð einna kunnastur þegar Kurt Cobain fór að hampa honum í viðtölum og láta sjá sig í bol með umslagi hinnar frægu kassettu Daniels, Hi, How are you. Heimildamyndin The Devil and Daniel Johnston þykir einnig með bestu tónlistarheimildarmyndum sl. áratuga.
2005_the_devil_and_daniel_johnston_

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: