S. H. Draumur á VHS

5 Jún

S. H. Draumur – eða Svart hvítur draumur, eins og bandið kallaði sig á þessum tíma – leikur lögin Hefnd eftir Steina og Hún er sjálfsmorð eftir mig. Þetta er í örlitlu herbergi að Álfhólsvegi 30a og þetta er um veturinn 1983-84 (ekki viss nákvæmlega hvenær). Trommarinn Ágúst Jakobsson er í bandinu á þessum tíma, en fyrri trommarinn Haukur Valdimarsson heldur á kamerunni. Hann gekk aftur í bandið um vorið og var í því þangað til Biggi Baldurs kom til sögunnar um vorið 1985. Þetta er af gamalli VHS spólu sem ég er nýkominn með digitalinn af.

Skömmu síðar vorum við komnir út í garð og spiluðum instrumental-lagið Spínat og Sódó, sem var byggt á teiknimyndabarnasögu sem ég hafði skrifað. Sú saga byggði á teiknimynd sem ég hafði séð sem aukamynd í bíó. Myndin er um hund sem fer til tunglsins og ég hef aldrei séð hana aftur.


 

Eitt svar to “S. H. Draumur á VHS”

  1. spritti júní 5, 2013 kl. 11:04 f.h. #

    Mergjað að fá að sjá þetta. Snilld.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: