Keflavík er frábært pleis!

10 Jún

kefooo
Ljóst er að Keflavík Music Festival tókst ekki sérstaklega vel í ár. Svona utan frá séð virðast skipuleggjendurnir hafa ætlað sér allt of mikið og einfaldlega ekki ráðið við þetta. Það er fín hugmynd að halda festival með FM/Flash-legri tónlist (aka Hnakka-poppi) og vonandi verður KMF aftur að ári. Ef ég væri Óli Geir myndi ég þá bara bjóða upp á ferskt popp í þessum stíl næst og jafnvel halda dæmið á einum stað, en ekki reyna að gera þetta að hálfgerðu Airwaves út um allan bæ í Kef. Meistarinn ætti m.ö.o. að gera gott geim undir einu þaki.

Nokkuð hefur borið á að fólk yfirfæri Þórðargleði sína yfir mistökum Óla og félaga yfir á Keflavík sem heild og dragi þá ályktun að Keflavík sé ömurlegt pleis með eintómum slefandi fávitum. Jafnvel að þetta sé menningarsnauð eyðimörk þar sem white trash í náttbuxum vafrar um strætin í lyfjamóki leitandi að slagsmálum. Ég er þessu algjörlega ósammála því ekki er Kef bara fæðingarstaður íslenska rokksins heldur líka íslenska raggí-sins (Hljómar – Hjálmar). Mér finnst alltaf jafn gaman að koma í bæinn, þrátt fyrir alltof mikið atvinnuleysi (sem fer líklega að rætast úr nú þegar þessir stórfenglegu snillingar hafa tekið við rekstri þjóðarbúsins) er eitthvað ferskt landnema andrúmsloft þarna og ekki skemmir fyrir að það eru átta hamborgaralúgur til svæðis. Í Kef er líka starfandi elsta útgáfufyrirtæki landsins, Geimsteinn, sem gefur út næstu plötu mína, ALHEIMURINN, í október. Upptökuheimili Geimsteins er frábærlega gott (þar fara nú upptökur fram) og þar í áföstu húsnæði er einskonar rokkminjasafn með áherslu á Rúnar Júl og Keflavík, sem verður að duga þangað til Hljómahöllin rís (hvenær sem það verður).

Fólk, allavega þeir sem lítið er inn í málum, hefur svo ruglað KMF saman við ATP-hátíðina, sem fer fram á VELLINUM (aka Ásbrú) helgina 28-29 júní. Það er þar sem Nick Cave, The Fall og allt hitt stöffið kemur fram og ég held ég geti hengt mig upp á að verði alls ekkert klúður, enda toppmenn með reynslu í brúnni þar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: