Tvö hress „næntísbönd“

12 Jún

demetra
Enn kreisí eftir öll þessi ár eru mennirnir í SAKTMÓÐÍGI. Þeir vaða nú inn á skítugum skónum með þriggja laga plötuna DEMETRA ER DÁIN. Platan kemur á sjö tommu vinýl í lok mánaðarins og verður þá fáanleg í Geisladiskabúð Valda, Lucky og fleiri eðalstöðum, en núna strax má graðka í sig veigarnar á Bandcamp. Við erum að sjálfssögðu að tala um lamandi hresst pönkrokk, sem angar af sniglaslími og ógæfu. Allt eins og það á að vera.
Hljómsveitin Saktmóðigur var stofnuð árið 1991 og hefur starfað sleitulaust síðan. Fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar var kassettan Legill sem kom út haustið 1992. Í kjölfarið komu tvær 10″ vínyl EP plötur, Fegurðin, blómin og guðdómurinn árið 1993 og Byggir heimsveldi úr sníkjum árið 1996. Hljómsveitin hefur auk þess gefið út þrjá geisladiska í fullri lengd, Ég á mér líf (1995) og Plata (1998) og síðast Guð hann myndi gráta (2011). 

kveikuralbum
SIGUR RÓS (stofnuð 1994) – hin besta hljómsveitin á Íslandi sem byrjar á S (og hér erum við auðvitað að taka Spilverkið, Stuðmenn og Sykurmolana út fyrir sviga) – gefa á Þjóðhátíðardaginn út nýju plötuna KVEIKUR. Þar hætta þeir kæfuframleiðslu og snúa sér að ostagerð. Góðostagerð. Gott ef ekki sultugerð líka. Sækja í allskonar rafvædda þungamálma, poppa eins og poppið á sléttunni og eru bara helvíti ferskir miðað við svona hundgamla hljómsveit. Allt á íslensku og vor í bæ. Á heimasíðu sveitarinnar má nú streyma plötuna í heild sinni.

Og talandi um góð bönd sem byrja á ess. SIN FANG heldur útgáfutónleika sína fyrir plötna FLOWERS í Iðnó í kvöld!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: