Töff kaggi #9

13 Jún

Síminn minn („notaðu hann eins og þú hatir hann“) er algjör snilld. Maður getur mælt hjólaleiðina sína og svo montað sig af henni með korti, svona:
vatnsendahjring
Rosa fínn hringur, gegnum Elliðaárdal, Vatnsendi, gegnum Garðabæ og til baka. Ekki nema 32.65 km. Vatnsendi var einu sinni algjört middle of nowhere. Það var stundum rúntað þarna og ég man óljóst eftir drauga/hryllingshúsi sem var þarna dálítið afskekkt. Veit einhver hvað ég er að tala um? Með Spotify gat ég svo blastað Autobahn á meðan ég hjólaði í gegnum neðri hverfin í Garðabæ. Þá hugsaði ég: Þetta er fullkomnun.

Svo sá ég töff kagga #9. Chrysler Imperial 55 módel, 2.2 tonn af sigri mannsins yfir náttúrunni:
imper

3 svör to “Töff kaggi #9”

 1. Óskar P. Einarsson júní 13, 2013 kl. 11:42 e.h. #

  Þú hefur s.s. farið niður þessa helluðu brekku niður í Heiðmörk, er þaggi? Helvíti flott leið sem ég fór líka nýverið og uppgötvaði alveg rosalega flott spott (svona skóg) milli Fella og Bakka í „gettóinu“ Breiðholti.

  • drgunni júní 14, 2013 kl. 5:15 f.h. #

   Jú niður þessu fínu brekku af Vatnsenda að Vífulsstaðarvatni. Gott blast. Leiðinlegra að fara upp! Fullt af flottum spottum í Rvk.

 2. spritti júní 14, 2013 kl. 7:28 e.h. #

  Á sumarbústaðalóðinni hans Hrafns Gunnlaugssonar þarna einhversstaðar í grenndini við Vatnsenda byggði hann litla kirkju sem var svo notuð sem leikmynd í eihverri kvikmynd. Svo síðar fór að hópast þarna að eitthvað lið sem hélt þar djöflamessur í tíma og ótíma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: