Alheimurinn kynntur

15 Jún

Alheimurinn! heitir ný (barna)plata sem Dr. Gunni og vinir hans taka nú upp í Geimsteini, Keflavík. Platan hamrar járnið meðan það er heitt, enda ekki liðin nema 16 ár síðan Abbababb! kom út. Hljómsveitin ætlar að spila og spila lög af nýju og gömlu plötunni og er stíft bókuð þessa helgi. Í dag kl. 16 verðum við í KRINGLUNNI en þar fer nú fram JIBBÍ JEI! Á morgun kl. 14 verðum við Heiða með kassagítara aftur í KRINGLUNNI.

Svo er það sjálfur 17. júní – Þá verða Dr. Gunni og vinir hans á tveimur stöðum: Fyrst í GRINDAVÍK kl. 15 og svo á ARNARHÓLI kl. 16:45 (það verður í beinni á Rás 2). Til að þessi stífa dagskrá gangi upp hefur verið ráðinn sérstakur getaway bílstjóri.

Já, og svo verð ég í útvarpsþættinum PÁLSSON & LITLI á Rás 2 kl. 11:30 á eftir.

Alheimurinn! kemur út í október hjá Geimsteins-útgáfunni. Fyrsta lag í spilun fer vonandi að heyrast eftir svona 2 vikur. Hér er nokkrar myndir frá Geimsteini þar sem við erum komin vel af stað með að búa til plötuna.

2013-06-01 09.51.27
Björgvin Ívar Baldursson er á tökkunum. Rúnar Júl er afi hans!

2013-06-02 11.23.59
Kristján Freyr trommari braut trommukjuða. Já, þetta er þannig (barna)plata!

2013-06-02 10.53.03
Það eru ótrúlegustu hlutir sem leynast í Geimsteini, t.d. beikon mintur – ógeðslegar!!!

2013-06-03 11.33.32
Elvar spilar á gítar. Addi og Jimi fylgjast með!

2013-06-02 16.13.24
Það er ekkert varið í þetta nema það sé klappað!

2013-06-02 14.31.32
Baldur úr Box kom og spilaði á orgel. Það var geðveikt næs!

2013-06-02 13.07.24
Í mat er svo hægt að fá sér Villaborgara. Það verður varla toppað!

Eitt svar to “Alheimurinn kynntur”

  1. Denni júní 19, 2013 kl. 9:31 f.h. #

    sætir treflastrákar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: