Snorri Helgason snýr aftur

22 Ágú

SnorriHelgasonBAnd2013_sofaBW_small
Snorri Helgason – Summer is almost gone
Það eru gríðarleg gleðitíðindi að Snorri Helgason sé að snúa aftur með nýja plötu, enda var síðasta plata – Winter Sun frá 2011 – mikill gleðigjafi. Nýja plata heitir Autumn Skies og virðist meira retro-sándandi en síðasta plata, sem var með nokkrum indie nútímagljáa í boði Sindra Sin Fang. Þetta er mikil afslappelsis-plata og lofar mjög góðu við fyrstu hlustun. Ég sé fram á að vera með plötuna á rípít í haust suddanum.

„Hún er sum sé tekin upp í stúdíóinu okkar Guðmunds Óskars (Hjaltalín altmugligtmaður) úti á Granda sem heitir Kolgeitin og er pródúseruð af mér og Gumma en mixuð af Gunna Tynes. Hún á að koma út í lok september ef allt gengur að óskum. Fyrsta lag sem við settum í spilun af plötunni heitir Summer is Almost Gone,“ segir Snorri og bætir við:
„Ég ákvað snemma í ferlinu að vinna þessa plötu alveg frá grunni með hljómsveitinni minni sem er búin að vera spila með mér sirka sl. 2 ár, þ.e. Guðmundur Óskar á alls konar, Magnús Trygvason á slagverk og Silla (mr.silla) á söngl. Svo fengum við Daníel Böðvarsson gítarleikara úr Moses Hightower til að dúndra inn feitu sjitti sem og hann Daða gamla Birgisson Jagúarjálk á píanó.
Annars er þetta algjörlega hjemelaved gúmmelaði. Mikið bara ég og Gummi að læra á græjurnar og gera tilraunir. Lo-fi hi-fi folkpopp. Þarna eru tvö lög sem eru ekki eftir mig; „Willie O Winsbury“, sem er gamalt enskt þjóðlag og svo „Poor Mum“ sem er eftir Molly Drake (mömmu Nicks).“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: