Í fréttum er þetta helst

3 Okt

Fréttatímar eru nú meiri leiðindin. Þar er jagast á sömu tveimur fréttunum dag eftir dag í mismunandi útgáfum:

A. Það eru ekki til peningar fyrir neinu.

B. Það er alltaf verið að drepa fólk í útlöndum.

Samt hlustar maður eins og hálfgerður fréttasjúklingur og bíður eftir einhverju skárra, kannski – Háþróað líf finnst á öðrum hnetti, þar ríkir fullkomin hamingja sem jarðarbúar geta lært af.

Sénsinn.

Um helgar bætist svo við þriðja tegund frétta:

C. Fyllibyttur misþyrma einhverjum í miðbænum og/eða fyllibytta ógnar lífi fólks með glannaakstri og lögguna á hælunum.

 

 

2 svör to “Í fréttum er þetta helst”

  1. GB október 3, 2013 kl. 2:49 e.h. #

    Hræðilegt.

  2. Frambyggður október 5, 2013 kl. 1:28 f.h. #

    Óþægilegast við fréttir sjónvarps þykir mér að einn daginn er allt á uppleið og daginn eftir er allt á niðurleið og þannig gengur þetta til skiptis. Er þá allt á uppleið eða niðurleið? Heyrði Græna frostpinna í útvarpinu í gær og það var gott.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: