Nýtt íslenskt!

10 Okt


Drangar er stórskotalið með Mugison, Jónasi Sig og Ómari Guðjóns. Bál er fyrsta lagið og lofar góðu, smá kafli þarna sem minnir á Hurdy Gurdy Man með Donovan (og Butthole Surfers). Platan á leiðinni.


Nykur er annað stórskotalið: Davíð Þór Hlinason (Dos Pilas) söngur og gítar, Guðmundur Jónsson (Sálin hans Jóns míns) gítar, Birgir Jónsson (Dimma) trommur og Jón Ómar Erlingsson (Sóldögg) á bassa. Nykur heitir platan og er komin út.


Lengi er von á einum: Strigaskór nr. 42 éru komnir með nýja plötu (Armadillo). Svaka fínt tilraunaþungarokk. 


Er allt að verða vitlaust? Barði í Bang gang lítur nú út eins og Dr. House og hann og annar kallinn úr Air eru saman Starwalker.  Engin plata enn, en bandið vinnur að stuttskífu.


See You In the Afterglow er fjórða plata Leaves og alveg að fara að koma út.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: