Enskt pönk og ska á Gauknum

14 Okt

Laugardaginn 26. október verða haldnir tónleikar á Gamla Gauknum. Þar koma fram sveitirnar The Activators, Kill Pretty, Caterpillarmen, Fivebellies og Dýrðin. Tvær þær fyrsttöldu koma frá Englandi og ættu áhugamenn um ska og punk ekki að missa af þessum viðburði.


The Activators eru 10 manna sveit sem kemur frá Lincoln. Sveitin hét áður The Validators og heimsótti reyndar Ísland fyrir 2 árum og spilaði við góðar undirtektir á Faktory. Síðar mátti hún skipta um nafn af ástæðum sem ekki verður farið út í hér. Sveitarmeðlimir nutu Íslandsferðarinnar svo að strax var farið að ræða endurkomu sem nú er orðin að veruleika. Tónlist The Activators er bráðskemmtileg blanda fjölmargra stílbrigða þó svo ska stíllinn sé ef til vill mest áberandi. Sveitin hefur spilað á fjölmörgum tónlistarhátíðum í heimalandinu, sem og á smærri stöðum, og ávallt fengið góðar viðtökur enda kröftug og þétt. Það má líka ávallt búast við einhverju óvæntu og skemmtilegu á tónleikum The Activators.


Kill Pretty er frá Salford í Manchester. Þeir spila hrátt rokk og svífur andi pönksins yfir. Meðlimir eru vel sjóaðir og skila sínu fantavel á tónleikum. Sveitin hefur vakið töluverða athygli að undanförnu, ekki síst fyrir smáskífu sína sem inniheldur lögin Rob A Bank og Raining Blood. Kill Pretty er nýkomin úr hljóðveri og næsta plata er væntanleg snemma árs 2014. Salford sándið hjá Kill Pretty leynir sér ekki en þaðan hafa komið margir merkilegir tónlistarmenn. Nægir að nefna John Cooper Clarke, Peter Hook, Shaun Ryder og síðast en ekki síst Mark E. Smith. Trommari Kill Pretty lék einmitt með The Fall á upphafsárum þeirrar sveitar. Það er óhætt að mæla með Kill Pretty, og segja má að hún sé sérlega vænlegur kostur fyrir aðdáendur sveita á borð við The Fall og Captain Beefheart.

Íslensku sveitirnar CaterpillarmenFivebellies og Dýrðin koma einnig fram á tónleikunum.

Tónleikarnir hefjast upp úr kl. 22:00 og kostar 1500 kr inn.

Hér er viðburðarsíðan á Facebook.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: