Kjúklingabringan í ESB

19 Okt

2013-10-19 17.21.34
Undir 1000 kall kílóið! Er þetta ekki næg ástæða til að ganga í ESB!?

2013-10-19 17.24.55
Og osturinn er álíka hagstæður. Ég er svo mikill plebbi og finnst gaman að gaman ad vafra um matvörubúðir erlendis, týnast í sturluðu úrvaldinu og slefa yfir verðinu. Eitt skil ég ekki, í nánast hverri einustu matvörubúö hérna á Spáni er svona svaka fiskframboð á sliguðum hlaðborðum, á meðan útgerðarþjóðin mikla á Íslandi getur ekki einu sinni boðið upp á svona í fiskibúðum. Hvernig ætli standi á þessu?
2013-10-19 14.57.54

7 svör to “Kjúklingabringan í ESB”

 1. Dísa október 19, 2013 kl. 8:29 e.h. #

  Kæri doktor. Þeir sem á annað borð hafa áhuga á þessum seigu tægjum sem kallast kjúklingabringur eiga alla mína samúð, hvort sem þær eru innlendar eður ei. Án þess að ég sé sérstakur stuðningsaðili ESB þá held ég að það drasl sem framleitt er hér á landi sé jafnvel ennþá slakara en í fyrrnefndum ESB-ríkjum, munurinn er sá að eftirlitið er minna hér á landi og þeir sem forsvara þetta eru ekki spurðir gagnrýninna spurninga sbr. viðtal við talsmann Reykjabúsins nú á dögunum við RUV. Ostar eru margir mjög góðir framleiddir hér á landi en kannski finnast sælkeraostar í útlöndum sem skáka þeim, ég veit það ekki og þekki það ekki. Eitt vitum við bæði; það þarf að bæta þetta landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag, ekki satt?

 2. Haukur október 19, 2013 kl. 8:39 e.h. #

  Það er löngu kominn tími á það að ganga í esb

 3. Davíð október 20, 2013 kl. 9:57 f.h. #

  Guð minn almáttugur, ég vona að þú sért ekki að borða matinn í ESB og hafir tekið með þér góðan íslenskan mat í nesti sem dugar allan tímann. Eins og þú veist er auðvitað maturinn í ESB eitraður, ónýtur og óætur. Ekkert jafnast á við Íslenskar kjúklingabringur, sem eru framleiddar innanhús í verksmiðju, með Evrópsku fóðri. Þær eru allt annað en þetta ógeð sem er selt í ESB.

 4. Ingi október 20, 2013 kl. 2:03 e.h. #

  Heldurðu virkilega að kjúklingabringarn verði á spænsku verði ef við bara göngum í ESB.
  Í DK, kostar fersk kjúklingabringa um kr. 2300,- kílóið

 5. Kalli október 20, 2013 kl. 2:19 e.h. #

  Veit nú ekki alveg hvaða matvörubúðum þú vafrar í en flestallar sem ég hef heimsótt eru nú með svipað úrval og hérna heima. Það er einungis þegar komið er í milljónaborgirnar sem fer að glitta í eitthvað miklu meira. Flottustu keðjurnar eru þó í engilsaxnesku löndunum: Whole Foods í USA, Waitrose í UK.

 6. Óskar P. Einarsson október 21, 2013 kl. 7:12 f.h. #

  Við erum nú svosem alveg með fínar fiskbúðir hérna (Hafberg, Fiskikónginn) og þar er alltaf hægt að fá alveg prímó fisk. Málið er það að aðrar þjóðir eru líka mega-fiskveiðiþjóðir (bara hlutfallslega minna af hagkerfinu en við), rétt eins og það er alveg kreisí náttúrufegurð víðar en BARA á Íslandi.

 7. Erlingur október 25, 2013 kl. 5:46 e.h. #

  Eyddi sumrinu í ESB landinu Írlandi. Fór iðulega í matvörubúðir. Ritaði pistil um ýsukaup á eyjunni grænu: http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1308651/
  Get ekki séð að lágt matvöruverð fylgi sjálfkrafa með aðild að ESB.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: