Brjáluð Airwaves-vika

1 Nóv

Brjálað að gera enda Airwaves. Svo upptekinn í media center að ég hef bara séð eina tónleika til þessa, sóló Robert Foster (úr The Go-Betweens) sem spilaði einn með kassagítarinn í Kaldalóni, m.a. nokkra gamla slagara og var góður. Ruðningsáhrifin af Airwaves eru m.a. þau að Kolaportið verður væntanlega með líflegasta móti um helgina fyrir músíkfólk. Þar verður m.a. stórgóð sala Steins og Trausta með þeirra eigin stöffi og eitthvað af mínu stöffi. Facebook-síðan er hér en þetta er vönduð auglýsing: 
collagewam
Fólk þarf ekki að gráta þótt það eigi ekki miða á sjálfa Airwaves því „off-venue“ dagskráin er hnausþykk. Á off-venjúi eru allir atburðir ókeypis og allir eru velkomnir.  Í dag kl. 13:30 mun t.d. hin skeleggi danski snillingur Jan Sneum  stjórna umræðufundinum „Nordic Music Panal: Fashion bubble or future sound“.

Auk þess að standa á haus á Airwaves hef ég gefið út tvær menningarafurðir í vikunni, ensku útgáfuna af Stuði vors lands sem heitir Blue Eyed Pop og svo (barna)plötuna Alheimurinn!  Ég mun að sjálfssögðu jarma eitthvað meira um þetta allt saman hérna þegar um hægist…
bep-alh

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: