Hvað sástu á Airwaves?

2 Nóv

Fór á Ómar Súlumann, Ómar Ragnarsson þeirra Sýrlendinga. Slöngutemjara-europopp á góðu blasti og vestrænir svoleiðis löptu meistarann upp í hrönnun. Fínlegar sviðshreyfingar hins sólgleraugnaða Ómars settu kommuna yfir punktinn. Henrik í Sling getur pakkað saman í kúltöskuna. Ég tók 5 lög Sýrlendingana sem var góður skammtur í bili.

Sænsk Geit ruddu braut fyrir afrískættað ættbálkapönk. Allir í mussum og með grímur. Hefði mátt vera meira blast á þessu. Fín lög inn á milli. Gaman að sjá á tjaldi s/h myndskeiðið af húsi farast í kjarnorkuárás, en þessar myndir eru greiptar í huga mér sem kaldastríðsbarn.

Fucked Up eru mun betri hérna hjá mér á Spotify en læf (kraftlaust sánd eða er ég bara heyrnarlaus?). Bandið á alveg 2-3 fín lög, svona hardkor Who dæmi eitthvað. Gaman að sjá mann með sama hárvöxt á bakinu og ég (söngvarinn sko). Rvk! samt mun skemmtilegra band. Sem dæmi.

Hátíðarhöldin halda áfram um helgina. Frámunalega góða umfjöllun má nálgast á sérlegu Airwaves-svæði Grapevine.

Eitt svar to “Hvað sástu á Airwaves?”

  1. Grímur Atlason nóvember 2, 2013 kl. 11:23 f.h. #

    Rugl!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: