Nýi 10.000 kallinn

7 Nóv

10000kall
Náði mér í brakandi ferskan 10.000 kall í bankanum. Áður hafði ég reynt að skipta tveimur 5000 köllum í svona seðil í pósthúsinu, ríkinu, Bónus, Hagkaup og ég veit ekki hvað. Það er náttúrlega enginn liggjandi með þetta. Eitthvað hlýtur að hafa kostað að koma þessu á götuna og maður spyr sig: Til hvers? Þeir einu sem hafa eitthvað að gera með svona eru þeir sem vilja borga svart undir borðið, sem sé skatthatandi iðnaðarmenn og dópsalar. Næs djobb seðlabankinn.

Þar sem ég á sennilega aldrei eftir að sjá 10.000 kall aftur (ekki frekar en 2.000 kallinn, sem er önnur slæm hugmynd) þá er hér lýsing: Seðillinn er frekar ljótur (5000 kallinn er líklega skárst lúkkandi, enda litskrúðugastur og með mynd af fríkaðri konu með asnalegan hatt), bláa slikjan er deyfandi og það er vonlaust að lesa ljóðið því rithönd (Jónasar væntanlega) er ólesanleg. Svo er seðilinn alltof langur fyrir flest veski og Skjaldbreiður er ekki fjall heldur útflattur haugur (já já, ég þekki tenginguna við Jónas). Á jákvæðu nótunum er þó að silfurrönd framan á er með nokkuð töff blómamunstri.

Ætli maður lifi það að sjá Megas og gömlu vatnstankana á Öskjuhlíð á 100.000 kallinum og Björk og Hörpuna á 500.000 kallinum?

Þetta er annars ekki í fyrsta skipti sem ég sýni svona tilburði við útgáfu nýrrar greiðslumiðlunar. Þegar núllin voru tekin aftan af kom alveg nýtt sett á markaðinn 2. janúar 1981. Þá var fimm hundruð kallinn stærstur og 5 aura mynt minnst. Ég fór í biðröð á fyrsta degi þegar Útvegsbankinn í Hamraborg opnaði og skipti öllu sem ég átti. Það mun hafa verið 215.000 eða 2.150 kr. Ég var bara að fletta þessu upp í dagbókinni minni núna. Þetta er reyndar miklu meira en ég hélt. Hvað ætli 2.150 frá 1981 sé í dag? Kann einhver að reikna svoleiðis?

8 svör to “Nýi 10.000 kallinn”

 1. Jón Einarsson nóvember 7, 2013 kl. 12:47 e.h. #

  Þetta myndi gera kr. 836.500 í sömu krónunni í dag, viltu fá þá upphæð í 5 aurum?

  • drgunni nóvember 7, 2013 kl. 12:58 e.h. #

   Já takk. En þetta er nú ofmat hjá þér því svk fasteignaugl Dagblaðsins kostaði 3—4ra herb. íbúð á 3. hæð. Suðursvalir. Verð 550 þús. í jan 1981… Maður rétt komst í bíó á þessum árum.

   • Jón Einarsson nóvember 7, 2013 kl. 1:46 e.h. #

    Já rétt hjá þér, hækkun lvt frá jan 1981 til des 1988 var 2274/206= 11,04 og hækkun nvt frá jan 1989 til sept 2013 er 415.2/112,6 = 3,69. Og því er kr. 2.150 * 11,04 * 3,69 = kr. 87.585. Þú hefðir nú alveg efni á öðrum bíómiða fyrir stelpuna 🙂 Annars sýnist mér 2150 krónurnar vega eitthvað um 4 tonn á verðlaginu í dag (í krónum).

   • drgunni nóvember 7, 2013 kl. 2:47 e.h. #

    Takk fyrir þetta. Það hefur greinlega eitthvað verið eftir síðan í unglingavinnunni um sumarið. En þú ert bjartsýnn að ég hafi Þekkt einhverja stelpu 1981!

 2. Jón Frímann nóvember 7, 2013 kl. 4:54 e.h. #

  Þar sem gengi ISK og DKK á þessum tíma var nærri því 1:1 (jafnt) þá er einfalt að reikna þetta út gróflega. Í dag eru 2150 ISK frá árinu 1982 orðnar að 47373 ISK án allra vaxta og verðbóta.

  Ef þú hefðir sett þetta inn á verðtryggðan reikning þá væri þetta líklega orðin 2 til 3 milljónir í dag svona miðað við verðbólgu og vexti á þessu tímabili.

  • drgunni nóvember 7, 2013 kl. 6:57 e.h. #

   Þetta passar. 1981 var stærsti seðillinn 500 kall, núna 10.000. 1981 átti ég fjóra 500 kalla, einn 100 og einn 50 = í dag fjóra 10.000 kalla, einn 5000 kall og einn 1000 kall = 46.000!

 3. Skúli Sigurðsson nóvember 10, 2013 kl. 12:11 f.h. #

  Það er auðvitað sorglegt að horfa upp á gjaldmiðilinn okkar veslast svona upp.

  En athugaðu samt að maður getur orðið ekki keypt í matinn í Bónus eða Krónunni fyrir 5.000 kall í dag. Ennfremur að fyrir þá sem bankarnir vilja meina að skuldi einhvern pening er erfitt að fá debet og kreditkort í dag þannig að þó nokkur hópur fólks notar einfaldlega peningaseðla í dag. Sem jafnframt er ódýrara en að nota kort.

  Svo er það hitt að þessir 40 milljarðar sem urðu til við þessa peningaprentun eru nánast einu peningarnir í umferð sem ekki þarf að greiða vaxtakostnað af alltaf og eru því lang ódýrasta fjármagn sem ríkið hefur náð í mörg mörg ár.

  • drgunni nóvember 10, 2013 kl. 5:05 f.h. #

   Takk fyrir þessar útskýringar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: