Plata dagsins: Baggalútur

13 Nóv

1426527_10151984909109153_186999806_n
Einn af hápunktunum við fyrsta Innipúkann árið 2002 var að einhver sagði mér að Baggalútar væru á leiðinni á tónleikana. Þá hafði fréttasíðan starfað um hríð og maður svoleiðis hlegið og hlegið að gríni Baggalúta um málefni líðandi stundar o.s.frv. Innkoma Baggalúts fannst manni ferskt þjóðfélagsinnlegg en maður vissi hins vegar ekkert hvaða gaukar þetta voru. Ég var í miðasölunni niðrí Iðnó og reyndi að koma auga á Baggalúts-lega menn. Þeir hlytu náttúrlega að líta eitthvað spes út. Var það þessi síðhærði í frakkanum með Palestínumerkið í barminum og lopahosur upp á mið læri? Kannski þessi asnalegi með alpahúfuna? Var það Enter? Ég var auka næs við alla ef ske kynni að ég væri að afgreiða háæruverðuga grínjötna. 

Mig minnir að ég hafi orðið engu nær þetta kvöldið, en nú 11 árum síðar er ég að hlusta á Mömmu þarf að djamma, sem er hugsanlega 9. plata Bagga síðan Pabbi þurfti að vinna 2005. Meðlimir Baggalúta eru ekki lengur óþekktir grínjötnar með ógeðslega fyndna síðu heldur household names á ýmsum sviðum. Þetta veit almenningur.

Ég fór strax í varnarstöðu (sjá mynd að ofan) þegar ég fékk plötuna og sagði við Guðmund Pálsson sem hafði gaukað að mér eintaki af einskærri góðmennsku eitthvað á þá leið að ég vonaði að hin lögin á plötunni væru skárri en Mamma þarf að djamma. Þetta var illa sagt. Ég vil því nota tækifærið til að biðjast afsökunar á orðum mínum og taka ummælin til baka. Ég setti nefnilega diskinn á í bílnum og það þurfti ekki nema nokkrar mínútur þangað til að ég var orðinn húrrandi húkkt á snargrípandi innihaldinu. Síðan er ég næstum því búinn að vera með þessa plötu á heilanum. Við erum svona helst að tala um Halla og Ladda-lega stuðlagið um kynlífsapana gáfuðu, Bónóbóapapartý; Glæsibær, um hinn goðumlíka skemmtistað (sem heitir í dag Ölver) og lög eins og Kántrískotið kassagítarpopp og Snæfjallaströnd.  Þetta er allt frábærlega góð popplög með ofsa sniðugum textum Braga Valdimars, sem hlýtur að hafa dottið ofan í einhvern frábæran skálda- og grínpott sem smábarn a la Steinríkur, því sniðuglegheitin virðast renna áreynslulaust út úr honum eins og marssúkkulaðiíssósukennd ræpa. 

Þar sem einungis kúl og töff fólk les þessa síðu tek ég mér það Baggaleyfi að streyma nú mest kúl og töff lagið á Mömmu þarf að djamma. Það heitir Allt og er svona: Baggalútur – Allt (af plötunni Mamma þarf að djamma)

4 svör to “Plata dagsins: Baggalútur”

 1. Yngvi Högnason nóvember 14, 2013 kl. 10:03 f.h. #

  Það þarf ekki mikið til að gleðja þig Gunnar.

  • drgunni nóvember 14, 2013 kl. 10:33 f.h. #

   Nei það er satt. Finnst þér það vera vandamál?

   • Yngvi Högnason nóvember 14, 2013 kl. 1:47 e.h. #

    Nei… 🙂

   • drgunni nóvember 14, 2013 kl. 2:50 e.h. #

    Þumall upp!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: