Plata dagsins: Mammút

16 Nóv

aa0ca1499316458fa87e9222c1e00ce0_400x400
Mammút – Tíl mín
Tvær fiðraðar stelpur á vindsæng sýnist mér að prýði umslag Mammút-plötunnar Komdu til mín svarta systir – en í fjarlægð lítur þetta út eins og kjúklingabitar. Þetta er helvíti góð plata, án vafa þeirra þéttasta og besta verk. Níu lög, íslenskir textar, kreisí barningur yfir í bergmálaðar ballöður. Sumt mjög rokkgrípandi. Mér finnst alltaf smá Kukl í Mammút (kannski bara af því Katrína söngkona er dóttir Birgis Mogensens, bassaleikara Kukls) og svo Siouxsie & The Banshees á köflum. Sem sé nútímalegt nýbylgjurokk frá öguðu bandi sem verðskuldar mikla athygli.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: