Plöggvertíð gengin í garð

16 Nóv

sagaumnott
Besta verk höfundar! Meistaraverk! Fimm stjörnur! Aldrei betri! Já, það eru 37 dagar til jóla og plögg-vertíðin er gengin í garð. Nú hlaupa forleggjarar og listamenn um bæinn og snapa viðtöl. Kannski ætti maður að tappa inn á tilfinningaklámið sem virðist besta leiðin til að fá gott pláss, jafnvel forsíðu? Ég er tilbúinn til að skoða þann möguleika, en hef sem betur fer/því miður lítið að bjóða. Það fer enginn á forsíðu fyrir að vera með of háan blóðþrýsting. Maður ætti kannski að ljúga einhverju upp á sig. „Þjáðist af skæðri kossageit árum saman – Doktorinn leggur spilin á borðið…“

ALHEIMURINN! (barna)platan æðisgengna (MEISTARAVERK! FIMM STJÖRNUR! ALDREI BETRI!) er með í slagnum svo það verður vitanlega plöggað vilt og galið til jóla, með eða án blóðþrýstings. Í dag kl. 16 spilum við (Dr. Gunni & vinir hans) í Bókabúð Máls og menningar (Laugarvegi) en þar verður haldið útgáfuhóf vegna bókar Evu Einars og Lóu Hjáltýs, Saga um nótt. Glaðasti hundur í heimi verður urrandi kátur á staðnum, svo mætið með börnin  í kósí fíling. Er það ekki?!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: