Þetta áttu að gera í dag

17 Nóv

Sunnudagar vilja verða ansi slappir. Sérstaklega ef maður lætur sér leiðast í einhverju hangsi. Þetta er svona svipað og síðasti dagurinn áður en maður fer til útlanda. Maður einhvern veginn nennir ekki að koma sér í gang. Það tekur því ekki að gera neitt.

Auðvitað þarf þetta ekki að vera svona enda margt hægt að gera á sunnudeginum í dag. Byrja náttúrlega á Gísla Marteini. Fúlir kverúlantar finna þessum þætti allt til foráttu á Facebook en mér finnst þetta fínt og Gísli góður. Oftast eitthvað skemmtilegt lið að röfla eitthvað um fréttirnar og svona – það er alltaf ágætis stuð í svona prógrömmum, þ.e. ef liðið er gott. Gísli er heldur ekki að draga eintóma visnaða pólitíkusa í þáttinn en þannig lið segir aldrei neitt skemmtilegt heldur er alltaf að passa sig. Hvílík tímaskekkja sem þetta lið er. Afhverju nennir bara leiðinlegasta fólkið að sinna stjórnmálum? Kannski af því stjórnmál eru svo ógeðslega leiðinleg? Þetta segi ég náttúrlega með fullt af fyrirvörum.

70d6d2fd9f74e7e9
En jæja. Eftir Gísla er bara að drífa sig út í slabbið. Gríðarlega metnaðarfullri sýningu í Gallerí Fold lýkur í dag (opið á milli kl. 14-16). Þetta er sýning helguð RAFSKINNU sem var fyndið færibæri í glugga í Austurstræti við Hressó; handmáluð auglýsingaskilti flettust til og frá í sérsmíðuðum galdragrip og Reykvíkingar fortíðar stóðu í hópum yfir þessu enda minna í gangi í bæjarlífinu þá en nú. Tveir mjög snjallir teiknarar sáu um myndirnar, Jón (Jóndi) Kristinsson og Tryggvi Magnússon. Þessi sýning er algjört möst sí, algjör gæða retro-upplifun. Mikið er lagt í þessa sýningu, maður hefur séð gömlu auglýsingarnar í strætóskýlum út um allan bæ, búið er að framleiða plaköt og póstkort og svo eru sjálfar orginal myndirnar fáanlegar á toppprís. (Meira um sýningu á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar).
Preview

2013-11-14 13.18.47
Í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar (opið 11-17 í dag) stendur yfir sýningin Einkaútgáfur, örforlög og annarskonar miðlun frá 1977 til samtímans. Þar er komið inn í glerbúr allskonar öndergránd efni, bækur, músík, bleðlar og dót, þ.á.m. er Smekkleysa og Medúsa í sérskáp og síðast en ekki síst er vasaútgáfa mín ERÐANÚMÚSÍK komin í kassa. Reyndar er sá kassi ansi tómlegur svo það er ekki seinna vænna en að ég láni nokkra gripi til sýningarinnar. Þetta er náttúrlega þrælfín sýning fyrir alla sem aðhyllast öndergrándi og sjálfsprottinni menningarstarfssemi. Möst sí!

drghagl

Eftir alla þessa menningu er tilvalið að krjúpa við altari Mammons og skella sér í hinar stórfenglegu verslunarmiðstöðvar Smáralind og Kringlan. Þar verðum við Heiða sveitt að plögga meistaraverk okkar ALHEIMURINN! Platan er á fáránlega góðu verði hjá Hagkaup um helgina og við verðum til svæðis við áritun og spilirí, kl. 15 í Hagkaup, Smáralind og kl. 16 í Hagkaup, Kringlunni. Ég er búinn að kaupa sérstakan áritunarpenna svo það er eins gott að einhver komi. Annars verð ég mjög sár.

8-ras2_2013_langspil2
Þennan undurnetta sunnudag endarðu svo við viðtækið því Heiða sér um Langspil á Rás 2 á sunnudagskvöldum frá kl. 19:25. Langspil er tileinkaður íslenskri tónlist. Í þættinum er frumflutt ný íslensk tónlist, leikin lög af nýútgefnum plötum, spjallað við tónlistarmenn, tónleikaupptökur leiknar og sagt frá því sem er að gerast í tónlistarlífinu hér á landi. Þátturinn tekur líka opnum örmum aðsendu efni. Ef svo ólíklegt vill til að þú getir ekki hlustað á þáttinn í beinni þá erða bara Sarpurinn þar sem má slafra í sig brakandi fyrri þáttum. Þetta er akkúrat sú tegund af tónlistarþætti sem hefur vantað á Rás 2 og Heiða er hárrétta manneskjan í djobbið.

Ef þú átt einhvern tíma afgangs horfirðu á Halla auglýsa Skoda:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: