Æskan

24 Nóv

„Í þessu húsi fór æska hans fram“ ‎– sagði þulur eftirminnilega í einhverri rússneskri heimildarmynd sem sýnd var í MÍR. Ég var reyndar ekki á þessari sýningu en Biggi Baldurs sagði mér frá þessu. Það var einhver Íslandssjúkur Rússi sem las yfir myndina á sérkennilegri íslensku og þessi setning var einn af hápunktunum.
Æska mín fór fram á Álfhólsvegi 30a. Ég bjó þar alltaf þar til ég flutti út og til Rvk 1988, held ég. Kópavogur er samt minn andlegi heimabær – ræturnar. Ég hef lesið ógrynni af ævisögum og þær byrja yfirleitt á æsku viðkomandi viðfangs. Öllum finnst æska sín frekar spennandi og sjá hana í roða. Nema náttúrlega þeir óheppnu sem bjuggu við harðræði í félagsskap vondra manna.
Æska fólks líkt og draumar þess eru þannig að manni (þ.e.a.s. mér) finnst ekkert skemmtilegt að heyra fólk tala um það. Ég sóna út þegar fólk byrjar að röfla um það hvað það dreymdi í nótt og ég les mjög hratt yfir æsku-upprifjanir í ævisögum – þá skautar maður yfir æskuna til að komast í aðalstöffið.  Öðru máli gegnir þó um hreinar og beinar uppvaxtarsögur. Þær eru margar góðar,  t.d. bernskusögur Guðbergs og Jóns Gnarrs bækurnar.
Fólki finnst sínar eigin draumfarir rosa merkilegar og spennandi (eðlilega) og halda að æskuupprifjun þess í bókum snerti einhvern sammannlegan streng – sem það gerir eflaust hjá mörgum. En ekki mér.
En allavega. Að þessu sögðu langar mig að birta hér eigin æsku-upprifjun sem birtist í blaðinu Kópavogsblaðið í nóvember 2011. Það hefur að sjálfssögðu enginn áhuga á þessu nema í mesta lagi fólk sem ólst upp í Kópavogi á svipuðum tíma. Og mér, sem finnst þetta rosalega gott og merkilegt. Í nótt dreymi mig…
KB-NÓV-11_Page_12
Smelltu á myndina ef þú nennir að lesa þetta.

2 svör to “Æskan”

  1. Jakob Bragi Hannesson nóvember 24, 2013 kl. 4:07 e.h. #

    Skemmtileg nostalgía Gunni og ekki má gleyma vefnaðarbúðinni Björk og fiskbúð Valda,

    • drgunni nóvember 25, 2013 kl. 5:52 f.h. #

      Ég minnist á fiskbúðina (við hliðina á mjólkurbúðinni), en vefnaðarbúðinni var ég búinn að gleyma. Takk fyrir að minna mig á hana!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: