Dýravinurinn Davíð Oddsson

25 Nóv

194676650_8818a92428_n
Davíð Oddsson er frábær gaur eins og allir vita, og ekki síst vegna ofsaviðbragðanna sem hellast yfir marga þegar hann ber á góma. Ég fékk Davíð læf þegar ég heimsótti hann um árið, en áður en ég herti upp hugann og fór á hans fund bar ég að sjálfssögðu óttablandna virðingu fyrir honum. Einu sinni gekk ég skjálfandi á beinunum ýtandi barnavagni framhjá húsinu hans í Skerjafirði. Þá var hann fyrir utan í bláum smíðaverkstæðissloppi hendandi mat í kött. Bæði kötturinn og Davíð skutust í burtu áður en ég komst alla leið að húsinu.

Nýverið heyrði ég frá áreiðanlegri heimild að Davíð standi í miklu dýrafóðrunarstarfi í kringum húsið sitt. Hann er eins og eins manns Rauði kross dýranna í Skerjafirði. Ekki nóg með að villikettirnir rói á vís mið heldur líka krummarnir, mýsnar og gott ef ekki rotturnar líka. Nýjasta viðbótin er stæðilegur mávur sem Davíð er búinn að hæna að sér með matargjöfum. Nokkur hávaði er í máfinum þegar matargjafir fara fram. Nágrannarnir, sem lýst misvel á Rauða krossinn, kalla máfinn Glitni.

5 svör to “Dýravinurinn Davíð Oddsson”

 1. GB nóvember 25, 2013 kl. 9:28 f.h. #

  Vinur minn fékk sér hund sem hann kallar Hundinn Davíð……

 2. Einar Einarsson nóvember 25, 2013 kl. 3:24 e.h. #

  Fallega gert af Davíð.

  Ég bý við sjóinn sjálfur, ekki á Skerjafirði samt. Hefði aldrei efni á að búa þar, en það er annað mál…. já.. bý við sjóinn og gef oft krummunum, mávnum og smáfuglunum brauðmeti. Sérstaklega þegar kalt er í veðri. Frekar en að henda brauð afgöngum að þá er svo lítið mál að gefa þessum dýrum sem oft eru glorhungruð.

  Davíð á virðingu skilið fyrir þetta. Sama hvaða skoðun fólk hefur á honum pólitískt séð.

 3. Óskar P. Einarsson nóvember 25, 2013 kl. 4:29 e.h. #

  Einn ónefndur tónlistarmaður á Íslandi kenndi hundinum sínum að urra þegar minnst var á DO…

 4. Ingi Gunnar Jóhannsson nóvember 25, 2013 kl. 5:00 e.h. #

  Ætli blessuð dýrin séu ekki bara einu vinir þessa auma manns? Þau vita ekkert um þann skaða sem hann olli þjóðinni, svo einfalt er það Gunni minn.

 5. Bokki nóvember 27, 2013 kl. 8:00 e.h. #

  Hannes Hólmsteinn snæðir hinsvegar nýfædda ketlinga í hádegismat.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: