Ruddaskapur

28 Nóv

broken-radio-209x300
Gærdagurinn var vondur fyrir okkur sem fílum Ríkisútvarpið. Það virðist sem alltof mikill ruddaskapur hafi verið í gangi við niðurskurðinn. Baggalútur er með góða fréttaskýringu um málið. Djöfulganginum má mæta með undirskrift og mótmælastöðu.

Krakkar! Það skiptir máli hvað maður kýs yfir sig – það hefur eiginlega aldrei verið eins augljóst og þessa dagana. Plís ekki gleyma því næst þegar þig fáið tækifæri til að ákveða hvernig þjóðfélagi þið viljið búa í. Plís ekki láta ginna ykkur aftur með einhverri loforðasteypu sem aldrei verður staðið við. 

Ég hélt í einfeldni minni að „landið væri að rísa“ og XDogXB myndu spýta í lófana og bjóða upp á einhverja fönkí framtíðarsýn. Í staðinn er ekki boðið upp á annað en ennþá meira svartagall en sl. 5 ár og engar lausnir aðrar en gamaldags veiða fisk og steypa ál-hugmyndir. Hver er hugsuður þessarar ríkisstjórnar? Hefur einhver framtíðarsýn? Bara djöflast í gömlum hugmyndum þangað til heimurinn ferst vegna súrnun sjávar og bla bla bla?  Er ekki hægt að bjóða manni upp á annað en súrsaða hrútspunga í landi allsnægtanna?

Annað sem kom í ljós í gær, og er líka lélegt, en á öðru sviði, er að tvær bestu tónleikahátíðir sumarsins munu fara fram á SAMA TÍMA. Eistnaflug fer fram helgina 10-12 júlí og ATP fer fram í annað sinn á Ásbrú helgina 10-12 júlí. Hér er um vonda skörun að ræða því slatti af fólki myndi vilja fara á báðar hátíðirnar og verður nú að velja. Ástæðan fyrir þessu er víst sú að ATP gat ekki verið á öðrum tíma vegna ótrúlega magnaðs lokaatriðis sem verður tilkynnt um bráðlega og gat bara komið til landsins á þessum tíma. Ég hef ekki hugmynd um hvað það atriði er. Erða Tom Waits? Neil Young? Öööö… Lady Gaga!? Þótt ekki sé búið að tilkynna um eitt einasta atriði er byrjað að selja miða á ATP. 

Eitt svar to “Ruddaskapur”

  1. Davíð nóvember 29, 2013 kl. 9:06 f.h. #

    Hvaða rugl er að ríkið sé að reka útvarpsstöðvar, og þar af 2!

    Auðvitað á ríkið að sjá til þess að grunnetið sé í lagi, að allar stöðvar náist allsstaðar. Það á að loka RÚV2, allt í lagi að hafa gufuna til að sinna menningarhlutverki. Hvaða menningarhlutverki gegnir RÚV2 sem bylgjan/FM/xxx geta ekki sinnt? Svo er einkaframtakið drepið enn frekar með því að leyfa ríkinu að auglýsa á markaði. Þvílíkt rugl.

    Við eigum ekki peninga, kominn tími til að átta sig á því, þetta er ekki flókið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: