Bavíanaeistu grædd í bankastjórapung

29 Nóv

parto_big
Þú heldur kannski að þú getir gengið að einhverju vísu en svo bara einn daginn verður allt breytt. Rás 1 til dæmis. Þú hélst að það væri hægt að halda úti menningarstöð á heimsmælikvarða en þá bara kviss bang. Sama gæti gerst með aðrar menningarstofnanir. Bíó Paradís – það frábæra fyrirbæri – nú, eða sýningar Kvikmyndasafnsins í Bæjarbíói, einn daginn bara kviss bang og aldrei meir. Því er um að  gera að hvetja fólk til að hætta að góna ofan í skjái og læka eitthvað rusl og neyta í staðinn menningar, það sem skilur okkur frá hinum dýrunum. 

Ég er alltaf að verða hlynntari Gömlu gufunni enda að nágast fullþroska. Hér eru dæmi um nokkra frábæra þætti:

Segðu mér, viðtalsþáttur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur.
Tónlist í straujárni, fyrstu íslensku kventónskáldin. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Tónlistarþátturinn Brot af eilífðinni með Jónatani Garðarssyni. Fyrri hluti af Andrews-systrum var til dæmis áðan.
Lemúrinn, kreisí sjitt eftir sama fólkið og er með síðuna. Til dæmis var frásögn af eistna-ígræðslu vísindum snemma á síðustu öld algjörlega hilaríös. Í þeim þætti kom m.a. fram setningin „Örþunnar sneiðar af simpasa- og bavíana-eistum voru græddar í pung á gömlum bankastjóra…“ (Pung-tengill)

Þetta er bara örbrot af gæðaefninu á Rás 1. Allt svo ínáanlegt í Sarpinum auðvitað. Ég nenni ekki að drulla yfir aðrar stöðvar, sem eru allar góðar til síns brúks, en Gamla gufan er bara langbesta stöffið. Vonum að það sé ekki búið að fjarlægja endanlega menningarpunginn af stöðinni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: