Sextán ára afmælið mitt – mixteip

6 Des

16yr1981
Þegar ég varð sextán ára, miðvikudaginn 7. október 1981, skrifaði ég eftirfarandi ljóð í dagbókina mína:

Ein dós kemur
önnur fer
einn kassi kemur
annar fer
steindauðir hlutir velta framhjá.

Hugsunin virk
takmörkuð
Reynd’að hugs’um
eitthvað annað
en hugsaðu samt
um puttana
klukkan á veggnum
stendur kyrr
færibandið
hreyfist.

Ekki veit ég afhverju ég var að skrifa ljóð um vinnu í dósagerð þennan dag því ég vann ekki í viku í Dósagerðinni í Kópavogi fyrr en árið eftir (minnir mig). Allavega. Það stendur ekkert um afmælið mitt og ekki heldur á blaðsíðunni fyrir næstu helgi á eftir enda var ég hættur að skrifa í dagbókina á þessum tíma árs (ég gafst upp 24. ágúst). Ef ég hélt upp á afmælið mitt og ef ég hefði gert mixteip fyrir afmælisveisluna mína þá hefði hún mjög sennilega hljómað svona:

MIXTEIP FYRIR  SEXTÁN ÁRA AFMÆLIÐ MITT 1981

Þetta er fjörutíu laga mixteip, svoleiðis allt vaðandi í eðal nýbylgjurokki, pönki og kuldarokki. Mikið var nú músíkin betri og frumlegri á þessum tíma en helvítis endalaust retróhjakkið í dag.

Gamall maður hristir hausinn og dæsir.

11 svör to “Sextán ára afmælið mitt – mixteip”

 1. Davíð desember 6, 2013 kl. 2:40 e.h. #

  er þetta í Fischersundi?

  • drgunni desember 7, 2013 kl. 5:00 f.h. #

   Mér sýnist það já. Veit samt ekkert hvað ég er að flækjast þarna.

 2. Óskar P. Einarsson desember 6, 2013 kl. 11:03 e.h. #

  Þú, „gamli maður“, ert nú ekki nema 7 árum (ca. 15%) eldri en ég. Samt reyni ég af öllum mætti að grafa upp það nýjasta, ferskasta og klikkaðasta sem örfáir hafa fram að færa í dag í tónlist. Alveg eins og 1981 (ég meina, KOMMON – það var allt krökkt af fokkíngs viðbjóði líka þá). Sem betur fer finnst alltaf eitthvað nýtt og spennandi á öllum tímum – annars myndi maður líklega neyðast til að fyrirfara sér…

  • drgunni desember 7, 2013 kl. 5:04 f.h. #

   Nýtt og spennandi í rokki 2013? Ha ha ha!

 3. Frambyggður desember 7, 2013 kl. 4:39 f.h. #

  Nokkuð sammála Gunnari. Aftur á móti finnst mér tónlistarmenn verða betri með hverju árinu. Nú á dögum eru líklega fleiri góðir tónlistarmenn en oft áður. Ég held að það sé ansi erfitt að vera mjög frumlegur lengur þar sem búið er að gera svo margt frumlegt. Tónlistin í dag snýst svolítið um að skapa áheyrilega tónlist sem fer vel í eyru og er vel unnin og nýta það góða frá liðnum tímum.

  Þó finnst mér fjölbreytnin í stíl hljóðfæraleikara hafa minnkað, etv á skipulögð tónlistarmenntun sinn þátt í því. Sérstaklega má nefna trommuleikara en þeir virðast flestir hafa áþekkan stíl og oftar en ekki úr samhengi við heildar hrynjanda laganna. Sem gamalt dæmi um trymbil sem féll fullkomlega inn í sína heild má nefna Keith Moon.

  En annars er ég ekki mikið að pæla í þessu.

  Annað! Það sem fer mikið í taugarnar á mér er hljóðvinnslan í dag og síðustu 15 ára c.a. Það er eins og það sé einhver skylda að hafa lögin sem háværust, þeas allan tíman nánast í botni, kallast það ekki dynamics compression og limitting eða maximising eða eitthvað? Það kemur þannig út að áherslur og aðgreining hljóðfæra verður lítil og allt rennur saman. Hrynjandinn verður lítill og það er bara leiðinlegt, held það sé bara staðreynd. Afhverju er þetta svona?

  Takk.

  • drgunni desember 7, 2013 kl. 5:03 f.h. #

   Þetta er allt rett hjá þér. Oft er þó að „lélegur“ hljóðfæraleikur og „lélegt sánd“ eykur oft á skemmtanagildi tónlistar, að mínu mati, sbr. The Shaggs og Swell Maps!

   • Frambyggður desember 8, 2013 kl. 4:00 f.h. #

    Sammála því líka.

   • Frambyggður desember 8, 2013 kl. 4:13 f.h. #

    Það má líka nota allar þessar hljóðvinnslugræjur sem ég nefndi á skapandi hátt. Það sem ég þoli illa er bara þegar þetta er ofnotað á allt mixið og í masteringu og hvað þetta allt heitir.

   • Frambyggður desember 8, 2013 kl. 4:21 f.h. #

    Dæmi um lag með þröngu styrksviði (dynamics): http://youtu.be/0MCn2bWLSG4 en þarna „pumpar“ (eða er það kallað það?) „compressorinn“ og gefur laginu eitthvað „grúf“. Ég held að svona sé álitið „röng“ notkunn í dag en „rétt“ að hafa allt flatt. The Troggs virðast einnig hafa verið á svipaðri línu hljóðlega séð og í dæminu á undan. Það nennir kannski enginn að pæla í þessu.

 4. Óskar P. Einarsson desember 7, 2013 kl. 12:20 e.h. #

  „Rokk“ hætti að merkja einhverja ákveðna tónlist fyrir 30-40 árum síðan. Þannig að: Já, það er allt morandi í frumlegri og spennandi tónlist í dag og verður (vonandi) svo áfram.

  • Frambyggður desember 8, 2013 kl. 4:04 f.h. #

   Fyrir mér er rokk bara það sem var 1950-1960. Ég heyri lítið svipað með tónlist sem kom síðar, þó hún sé spiluð með samskonar hljófærum og þá.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: