Eitursúr jólalög

9 Des

Tíu lög keppa nú í hinni árlegu Jólalagakeppni Rásar 2 (smellið, hlustið og kjósið). Margt er hér smellið og skemmtilegt og öll lögin fín. Mér finnst Jól í Kanarí með Jólum best – hverjir eru þessir Jólar? Hljómar dáldið eins og Grísalappalísa! Heim fyrir Jólin er líka skemmtilegt og aðdáundarvert hvernig „maí“ er látið ríma við „næ í“.

Jólalög eru nú bara eins og hver önnur popplög – bara settar inn smá hreindýrabjöllur og „jólatexti“.  Margir hafa reynt að víkka út hefðina og tilraunast með fyrirbærið, til dæmis hann Hörður Bragason orgelleikari (Apparat orgel kvartett), sem gaf út kassettuna Nýmjól árið 1984. Ég man eftir þessari kassettu í Gramminu. Umslagið var 1/4 l mjólkurpeli sem líklega var búið að tippexa út síðasta k-ið. Ég hafði ekki rænu á að kaupa mér eintak. Nokkrum árum síðar bjó ég fyrir ofan Hörð á Njálsgötu og hann tók kassettuna upp fyrir mig auk nokkurra ómetanlega hljóðritana með Oxsmá, hljómsveitar sem hann spilaði með.

En allavega: Hér er smá sýnishorn af Nýmjól. Ég fann ekki mynd af gamalli fernu en mig minnir að þessi mynd eftir snillinginn Sigurð Örn Brynjólfsson (SÖB) hafi verið á þeim.
873 (1)
https://drgunni.files.wordpress.com/2013/12/nc3bdmjc3b3l-best-of.mp3Hörður Bragason – 3 lög af Nýmjól


Önnur furðuleg jólaplata sem er í uppáhaldi er Claws með Hybrid Kids. Morgan Fischer, fyrrum hljómborðsleikari Mott the Hoople, var maðurinn á bakvið Hybrid Kids og Claws er eitursúrt tilraunaþjapp á gömlum jólalögum. Platan kom út 1980 en árið áður hafði komið platan Hybrid Kids – A Collection Of Classic Mutants, gervisafnplata þar sem Morgan spilaði allra handa kóverlög undir mismunandi hljómsveitarnöfnum og fór á kostum í súrheitum. Hér er t.d. D’ya Think I’m Sexy sem kom út á smáskífu.

Vilji lesendur koma með uppástungur til eitursúrra jólalaga eða platna þá endilega gjöri þeir það.

2 svör to “Eitursúr jólalög”

  1. Óskar P. Einarsson desember 9, 2013 kl. 1:07 e.h. #

    Loksins einhver alminleg jólalög!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: