Gen forfeðra okkar enn ríkjandi

13 Des

ve3rdbold
Að ofan má sjá verðþróun á Íslandi. Almanak Háskólans kostaði 1155 kr 2006; 1590 kr 2010 og nýjasta útgáfan sem ég var að kaupa kostaði 2499, reyndar í Eymundsson – ég hefði hugsanlega getað fundið almanakið ódýrara en nennti ekki að leita (neytendahugsjónin kæfð í leti og fokk it-isma). Íslenska krónan er svona æðisleg og verðbólgan étur allt upp. Þrátt fyrir að búa í að mér skilst hrikalega auðugu landi, náttúru-auðæfilega séð, er endalaust allt í rugli hérna. Við erum ekki eins og Norðmenn sem safna í sjóði og eyða engu. 

Hver nennir að safna þegar hægt er að eyða? Maður gæti drepist á morgun, skilurðu.

Ef við ættum alla þessa olíupeninga væru líklega hallirnar í Skerjafirði og Arnarnesi bara ennþá stærri en sami aumingjaskapurinn í heilbrigðis, mennta og menningarmálum. Þeir ríku væru sem sé bara ennþá ríkari en allt hitt við það sama. Svona viljum við hafaða og greiðum því atkvæði á fjögurra ára fresti. Ég meina, röðin gæti komið að mér.

Áttfaldur lottó á morgun. Ef ég vinn pottinn skal ég gefa þeim fyrsta sem kommentar á þennan póst 5%.

Gen forfeðra okkar eru bara svona ríkjandi í okkur. Erum við ekki komin undan rugludöllum sem tímdu ekki að borga skatt í Noregi og stungu af? Go figure, eins og kellingin sagði.

5 svör to “Gen forfeðra okkar enn ríkjandi”

 1. Elías desember 13, 2013 kl. 6:50 f.h. #

  5%

 2. Starri Heiðmarsson desember 13, 2013 kl. 6:53 f.h. #

  með þessari athugasemd hef ég margfaldað möguleika mína í lottóinu annað kvöld!

 3. drgunni desember 13, 2013 kl. 6:58 f.h. #

  Sorrí Starri, en ég skulda Elíasi vonandi 7 milljónir!

 4. Jón Einarsson desember 13, 2013 kl. 1:19 e.h. #

  Þjóðin er í sárum yfir því þegar hún kemst ekki til að öskra á 22 fótbóltagórillur í kjölfar miðasvikamálsins mikla, górillur sem lítið sem ekkert hafa sér til sakar unnið annað en að vera í boltaleik. Þegar kemur hinsvegar að því að auðlindunum er rænt frá kjósendum og ekki bara þeim heldur börnunum okkar, þá nennir enginn að æsa sig of mikið yfir því og halda áfram að kjósa fótboltaliðið sitt og fá sína fró út úr því að liðið þeirra sé á toppnum í ríkisstjórn eitt season enn. En hversu mikið sem menn þrá að vera hluti af þeim klúbbi, þá er hann fyrir mjög fáa útvalda, hinir eru rændir og sviknir en halda þó áfram að kvetja liðið. Við erum auðvitað fábjánar.

 5. Jón Frímann desember 14, 2013 kl. 11:07 f.h. #

  Ég man þá tíma þegar almanakið kostaði innan við 1000 kr.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: