Blogg af gamla skólanum

20 Des

Þegar ég var með gamla bloggið óð ég yfirleitt úr einu í annað. Í þessu nýja bloggi er ég yfirleitt með eitt atriði í einu. Það er samt ekkert sem segir að það þurfi að vera þannig.

Hverjum er ekki sama hvað einhverju pakki út í bæ finnst? Internetið hefur bara fært okkur aðgang að rausinu. Einu sinni voru heimskulegar skoðanir pakks bundnar við kaffistofur, kaffihús og önnur skúmaskot þar sem fólk kom saman og rausaði um daginn og veginn, en núna getur hvaða tröllheimski vitleysingur komið bjánaskap sínum á framfæri  við allan heiminn, þess vegna. Gott fólk og gáfað skal athuga þetta áður en það fer á límingunum. Það þarf ekki að lesa fávitana. Það þarf ekki að gefa fávitum gaum.


Næst þegar þú heyrir stjórnmálamann tala skaltu hlusta eftir orðinu „auðvitað“. Það er allt „auðvitað“ hjá þeim. Það er bara svona visst í sinni sök, aumingja fólkið.

Ég er í Poppi og kók á Stöð 2 í kvöld að tjá mig um jólalög. Strax á eftir er jólaþáttur Loga Bergmann. Allt í opinni dagskrá, skilst mér. Ég ætla að taka þennan pakka.

Hinni stórfenglegu (barna)plötu ALHEIMURINN! gengur vel í jólaplötuflóðinu. Við Heiða höfum verið að spila og árita í mollunum sl. helgar og ég er alveg ýkt ekki stressaður yfir þessu öllu saman. Stundum þegar ég hef átt „vöru“ í flóðinu hef ég verið sveittur að skoða sölutölur en nú er þetta eitthvað svo smúðð. Málið er bara að gera „vöru“ sem maður er sáttur við og þá skiptir restin ekki svo miklu máli. Ef þetta er gott þá selst það. Voða einfalt.

Hljómsveitin unun mun koma saman á næsta ári 2014 í tilefni af því að platan æ er 20 ára. Fyrsta gigg er á Eistnaflugi 11. júlí. Aldrei þessu vant lítur næsta ár gríðarlega vel út með allskonar spennandi verkefnum og því eru allar líkur á því að ég fái ekki kvíðakast, tilvistarkreppu og afkomutitring í febrúar. Þegar maður lifir svona á brúninni með engar fastar tekjur af 9-5 djobbi (aka hlutskipti listamannsins) þá vill það gerast þegar öll járnin í eldinum eru búin. Þá byrjar maður að panika og lesa atvinnuauglýsingarnar, sem eru svona 75% óskiljanlegar. En hver  er svo sem öruggur í 9-5 djobbi? Hrunið kenndi manni það að það er eiginlega ekkert öruggt og hverjum sem er getur verið sagt upp á morgun.

Gamli plötuspilarinn minn er til sölu. Þetta er Pioneer PL-518, frá svona 1978, held ég. Svaka massífur spilari. Kannski ekki alveg í topp standi en næstum því. Ég held að 20þúsund kall sé bara fínt verð (sendið mér email ef stuð er fyrir hendi). 
Ég var nefnilega að fá mér annan spilara, Numark pt-01 sem spilar 78 snúninga plötur, sem sá gamli gerði ekki. Ég er nefnilega að færast aðeins í 78 snúningana (því 45 og 33 1/3 er orðið of meinstrím – djók! samt ekki). Spotify og 78 snúningar eru formötin mín núna. Það er náttúrlega miklu hlýrra snark á 78 snúninga plötunum 🙂

Hér er mynd af Hitler í jólaboði. Tók þetta af hinni gríðargóðu síðu Dangerous Minds. Ekki setja þessa mynd samt í samband við það sem ég skrifaði efst í þessu bloggi um fávita út í bæ. Eins og allir vita er bannað að draga Hitler inn í umræðuna. En samt. Eins og Kleppur er víða, þá er Hitler víða.
nazixmas6klbknll

 

2 svör to “Blogg af gamla skólanum”

  1. Gulli Jóns desember 20, 2013 kl. 11:42 f.h. #

    Meira svona !!

  2. DEE DEE RAMO desember 21, 2013 kl. 12:53 f.h. #

    Besta bloggið þitt í langan tíma

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: