Plata dagsins: Emmsjé Gauti

22 Des

EBM004
Emmsjé Gauti (Emmsjé Gauti á Facebook) er kominn með plötuna Þeyr (hann heitir nebblega Gauti Þeyr Másson). Líkt og frumraunin Bara ég (2011) er þessi velsándandi gæðagripur þar sem allskonar fagmenn á borð við Pedro Pilatus, Reddlights og Introbeats sjá um tónlistina (eða bítin eins og hipp hopparar vilja kalla það). Emmsjé sem var með buxurnar á hælunum á síðustu plötu hefur nú að mestu leiti  gyrt upp um sig – „ég er búinn að eltast nóg, þarf bara kyrrlátt kvöld og kertaljós, ég þarf að festa rót“, syngur hann í „Hvolpaást“ – kannski verða textarnir á næstu plötu um ferðir í Ikea og afborganir af húsnæðislánum. Það væri reyndar mjög frumlegt!

Gott er að hafa textablað með því þetta er gott stöff. Á þjóðminjasafninu eftir 200 ár verður hægt að fletta upp í þessu til að skilja hugsunarhátt tventísomþing karlmanns á 21. öld. Gauti þakkar Youtube velgengnina enda er þar stöffið hans margglápt. Hér eru sýnishorn af þessari fínu plötu, sem bæ ðe veit er til á cd og vinýl:


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: