Bestu álitsgjafarnir

23 Des

Dagblöð berjast í bökkum og blaðamennska er versta djobb í heim, skv. könnun. Verkefnið felst í að búa til froðu á milli auglýsinga sem réttlæta himinhá laun yfirmannana, vinnurýmið minnir á kjúklingaverksmiðju og starfið felst í að hringja í fólk eða senda því email. Ég var í þessu í mörg ár og datt alltaf í nett þunglyndi þegar ég fór í Sorpu og sá hvar vinnan mín endaði. Maður var ótrúlega snöggur að enda í algjöru hugmyndaleysi. Ég geri ráð fyrir því að hið týpíska 9-5 djobb endi alltaf í stöðnun.

Ein aðferðin var kölluð „Hringt í marga“. Hún fólst í því að hringja í nokkra þjóðþekkta einstaklinga og biðja þá um að tjá sig um allt milli himins og jarðar, „eftirminnilegasta jólagjöfin“, „versta vinnan“ o.s.frv. Þetta var frekar auðvelt og vel flestir sem maður hringdi í til í tuskið – ég man bara eftir tveim sem brugðust ókvæða við og sögðu mér að vinna vinnuna mína sjálfur, sem eftir á að hyggja var frekar kúl hjá þeim.

Önnur gerð var að senda „álitsgjöfum“ email og draga út úr þeim skoðun og sniðuga setningu með, helst meinfyndna. Hér var hægt að spyrja um allan fjandann – áhrifamestu konu landsins, fegursta Íslendinginn,  bestu/verstu bókakápuna, jafnvel bestu auðmennina… Svo fór niðurstaðan eftir því hvern maður fékk í þetta. Svona tékk voru oftast miklu óvægnari og grófari á tímum Pressu og Helgarpósts, en eru yfirleitt frekar soft í dag.

Það átti víst að drepa mig – og alla álitsgjafana – á nokkrum stöðum úti á landi eftir hina mannfjandsamlegu könnun „Mestu krummaskuð landsins“ sem ég bjó til í Fbl sem andstæðu við það þegar Akureyri var valinn besti bær landsins. Ég átti það til að vera einum of mannfjandsamlegur á árum áður og ekkert hægt að gera í því núna nema að reyna að vera minna mannfjandsamlegur. Ég veit af reynslu að Ísland er of lítið fyrir einhverja Simon Cowell-stæla og ef maður drullar yfir einhvern drullar maður helmingi meira yfir sjálfan sig í leiðinni. Ég vona að lesendur taki eftir því hversu þroskaður ég er orðinn.

Svona álitsgjafa-kannanir eru auðvitað bara samkvæmisleikur og ekki gerðar til annars en að skemmta og vekja umræður, þá oftast um hvað niðurstöðurnar séu vitlausar. Eitt svona dæmi sem er löngu kominn tími á er könnunin „Bestu álitsgjafarnir“. Ef ég nennti setti ég hér upp kosningu fyrir lesendur – fyrsta nafn á listann væri t.d. Andrés Jónsson, almannatengill – en það er bara alltof stutt til jóla fyrir svoleiðis vitleysu.

Eitt svar to “Bestu álitsgjafarnir”

  1. Haukur Ísbjörn desember 24, 2013 kl. 2:11 f.h. #

    furðulegast þykir mér að þrátt fyrir alla þessa umfjöllun fjölmiðla um fjöldan allan af álitsgjöfum og allar þeirra skoðanir þá eru einungis tveir álitsgjafar skráðir á Já.is. Á ég að trúa því að allt þetta fólk sem að fjölmiðlar treysti á séu með leyninúmer? Hvert skal almenningur leita ef okkur vantar álit á einhverju?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: