Plata dagsins: Celsius

27 Des

celsiu2s
Celsius – Queen of my life (lag og texti Kristján Guðmundsson)
Út er kominn samnefndur diskur með hljómsveitinni Celsius, 36 árum á eftir áætlun. Celsius var eitt heitasta bandið 1976, stofnað af nokkrum þungavigtarpoppurum; Jóhanni Helgasyni, Sigga Karls trommari og Birgi Hrafnssyni gítarleikara, en saman höfðu þeir gefist upp á meikævintýrum Change skömmu áður. Þarna var Pálmi Gunnars (á þessum tíma að stíga fyrstu sporin með Mannakorni), Birgir Guðmundsson gítarleikari, Kristján Guðmundsson hljómborðsleikari og spáný söngkona á þessum tíma, Helga Möller, sem þreytti frumraun sína við plötuupptökur með Celsius.

Celsius spilaði léttfönkað seventís-rokk, tróð upp á öldurhúsum og á miklu „Rock n roll festivali“ sem Óttar Felix hélt í Laugardalshöll í lok sumars 1976. Þar spiluðu öll hin mid-seventís rokkböndin líka, Cabaret, Eik, Fresh og Paradis. Tónleikarnir voru teknir upp og hér er myndbrot af Celsíus á Youtube. Þetta lag, Love your mother, er því miður ekki á nýja diskinum. Það var fyrst flutt af Change og átti að vera á annarri plötu Change sem aldrei kom út en væri gaman að fá á disk!

Plötugerð Celsius fór fram í Hljóðrita. Karl Sighvatsson kom inn sem hammond-leikari og Halldór Pálsson blés í saxófón. Þegar platan var loks tilbúin var bandið hætt og fólk komið í annað: Helga í flugfreyjuna, Biggi Hrafns búinn að stofna hljóðfæraverslunina Tónkvísl o.s.frv. Það þótti ekki taka því að gefa plötuna út því Ríkisútvarpið hafði tekið upp þá stefnu að spila bara íslenskt popp á íslensku og því útséð um að þessi plata (sem öll var sungin á ensku) fengi spilun. Hún lá því í salti þar til núna þegar hún er loksins komin út með 4 aukamixum. Þetta er mjög ánægjuleg endurútgáfa og ætti að vera hvatning til annarra sem etv liggja á einhverju óútgefnu gulli úr fortíðinni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: