Menningarumfjöllun

30 Des

GALLERIES2ALT-articleLarge
Fór með krakkana og konuna á sýningu Ragnars Kjartanssonar The Visitors í Kling og Bang á Hverfisgötu 42. Ókeypis er inn svo ég var strax kominn í plús. Ragnar er mikilsvirtur því verkin hans seljast nú dýrum dómi í útlöndum. Söluverð og innkoma er besti mælikvarði á list eins og allir vita, allavega íslenskir fjölmiðlar sem æsast upp þegar einhver á von á innleggi á bankabókina sína. Ragnar fékk vini til að spila lag með sér í einhverju svaka stóru húsi í Bandaríkjunum. Þarna mátti sjá múm tvíburana Gyðu og Kristínu, Dodda í Trabant, Kjartan úr Sigur Rós og fleira fagfólk úr poppinu. Sjálfur lá Ragnar í baði með gítar. Hver spilari var á sér risaskjá með headfón og lúppast tónlistarflutningurinn út í hið óendanlega. Þetta er mjög næs tæknilega séð og flott og fínt og allt það, en ég get ómögulega sagt að það sé einhver sammannleg  dýpt í þessu verki eða að það „segi eitthvað um samtímann“ – bara ágætis síð-nýhippalag flutt á allferskan „djöf er gaman að vera kenndur Íslendingur út í sveit í Bandaríkjunum“-hátt. Ég get svo auðvitað hallast að því að verkið segi „eitthvað um samtímann“ með því að segja „ekkert um samtímann“, enda er allt meira og minna komið í andlegt þrot í listum sem og öðru. Það bjargar þessu ekkert nema ný heimsstyrjöld eða hugsanlega nýr byltingarkenndur snjallsími.

Auðvitað lá ég í menningarefni um jólin. Heimildarmyndin A band called Death fjallar um löngu gleymda rokksveit svartra bræðra í Detroit snemma á sjöunni. Bandið var ágætt og það tókst að nurla í sjö laga plötu hjá undergránd merkinu Drag City eftir að bandið uppgötvaðist nýverið. Myndin er nú full teigður lopi á köflum en alveg ágætis dæmi fyrir utan það. 3/5 (nýtt kerfi í einkunargjöf til að samræmast kerfinu hjá Goodreads, sem ég er byrjaður að nota til að halda utan um það sem ég les).

Good ol’ Freda er heimildarmynd um  Fredu Kelly, skrifstofustúlku Bítlanna, sem hefur ekki viljað segja sögu sína fyrr en nú. Myndin er fín fyrir okkur Bítlafríkin. 4/5.

Anchorman 2 er ágætis fóllóöpp. Afgerandi slappari en fyrri myndin náttúrlega, en oft alveg fyndin.  3/5.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: