Nakin kæfa á Paloma

30 Des

???????????????????????????????
Tónleikar verða í kvöld á PALOMA, Naustinni 1 til 3, Efri hæð. Fyrir ofan gamla Organ. Þar koma fram eftirtalin atriði:

Markús & The Diversion Sessions, sem „skaust upp á stjörnuhimininn“ með Megasíska stuðlaginu Ég bisst assökunar í ár. Lagið varð víst til fyrir tilviljun en til að svara kalli vinsældanna vinnur Markús nú að „plötu í fullri lengd“ sem kemur út á næsta ári. Gott mál.

Loji er fjölhæfur og spilar líka með Prins póló (plata frá Prins póló á næsta ári líka, en gullhúðað nýtt stuðlag mun heyrast von bráðar sem titillagið í nýrri mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar). Loji hefur gert tvær sólóplötur með mylsnu-indíi sem má hlusta á hér.

Per: Segulsvið er að mestu Ólafur úr Stafrænum Hákoni í góðu stuði. Á þessu ári kom út platan Tónlist fyrir Hana og bókin Smiður finnur lúður. Afurðirnar hafa að miklu leiti farið fyrir ofan garð og neðan því þær voru eingöngu auglýstar í Bændablaðinu. Þetta er hins vegar þrælfínt stöff og það myndi nú ekki drepa þig að tékka á því hér.

Að auki verður um að ræða Árslistkvöld DJ Benson is Fantastic en það er DJ nafn Benedikts Reynissonar sem „hefur verið málsmetandi tónlistarrýnir um langt skeið á Íslandi. Árslistakvøld med honum svíkur fáa , en vonandi nokkra, annars erum við øll eins,“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: