Heimildarþáttur um UXA

5 Jan

1995 var ágætis ár, minnir mig. Ég var allavega að spila í einni vinsælustu hljómsveit landsins fyrir 50.000 kr á gigg þegar best lét, en var reyndar full mikið í einhverju rugli í bakhúsum í Þingholtunum og á pöbbunum. Þetta var allavega fyrsta árið síðan ég varð stúdent 1985 sem ég gat „lifað á listinni“ og sleppt 9-5 barningi. Björk var búin að vera funheit í tvö ár eftir að uppgangur Sykurmolanna hafði gert Ísland hipp og kúl í hugum útlendinga í fyrsta skipti síðan land byggðist. Ég get svo svarið það að það er þessi poppmenning sem er grundvöllur ferðamennskunnar í dag. Ímyndaðu þér heim án Sykurmolanna, Bjarkar og Sigur Rósar og þá geturðu í huganum skipt lundabúðunum í miðbænum út fyrir eitthvað annað. Nú gæti margur spurt hvort það væri ekki bara fínt að vera laus við allar þessar lundabúðir og alla þessa túrista, en þú veist hvað ég meina. 

Hátíðin Uxi var haldin 1995, Kiddi Kanína og fleiri með háleit markmið um að búa til „íslenska Roskilde“. Ég var að sukka kvöldið áður og missti af Ununar-rútunni. Vaknaði á gólfi í Breiðholti klukkan 12 á hádegi á laugardegi og þá var Hemmi Gunn að lýsa eftir mér í útvarpinu. Engir farsímar svo ég og Ari Eldon héldum austur í leigubíl fyrir 20 þúsund kall, fyrst auðvitað búnir að byrgja okkur upp á Kaffibarnum. Þetta var víst ægilega fín hátíð en ég sofnaði í rútunni skömmu eftir gigg, sem mig minnir að hafi ekki verið merkilegt fyrir annað en að Curver ældi á sviðinu. Hann kom fram með okkur í laginu Ýkt döpur og sagði „Já, Hemmi minn“ en á þessum tíma var gríðarlega ferskt, jafnvel listrænt, að segja „Já Hemmi minn“.  Ég vaknaði svo þegar rútan kom í bæinn um sunnudagsmorguninn. Agalega mikið rokk, eins og hægt er að segja.

Þótt ekki séu liðin nema 19 ár (sem er samt kannski mikið?) var Ísland mun plebbalegra 1995 en það bullsjóaða kúlland sem það er í dag (þökk sé poppmenningunni). Hin síðar margendurtekna túrista-táknmynd sem við þekkjum var að taka á sig mynd. Í heimildaþættinum hér að neðan (sem er á netinu í fimm hlutum, endar snubbótt og er döbbaður á spænsku) má sjá inn í sólríkt sumarið 1995. Uxi er miðpunktur heimildarþáttarins. Þarna er tölvutæknin og netið á frumstigi (muna lesendur eftir því þegar ljósmyndir birtust hægt og bítandi á skjánum?) Þá eru allir nítján árum yngri og sætari. Krádið er að reyna að vera hipp og kúl á Uxa en svo kemur hið sanna í ljós þegar SSSól tekur Stóð ég út í tunglsljósi og það brestur á með lopapeysuvöfðum hópsöng. Þegar útlendingur með kameru birtist breytast allir í landkynnara og strákar bregða borginmannlegir vasahnífi á sviðahaus og reyna landkynningarlegt sjokk með augnaáti.

Í „rafheimum“ er Uxa hátíðin vafin ljóma og um hana er skrifað í málgagninu Raftónum. En sem sagt, þetta er fyndið og nostalgískt:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: