Eygló Harðardóttir og U2

6 Jan

Ég er glaður að hafa ekki hugmynd um hvaða strákar þetta eru sem trylltu allt í Smáralind í gær. Fínt að krakkar séu að spá í einhverju öðru en gamall fauskur eins og ég. Alltaf smá trist þegar ungir krakkar hlusta bara á Doors og Led Zeppelin, svona eins og ég hefði bara hlustað á Doris Day og Bing Crosby en ekki XTC og PIL þegar ég var 12 ára. Kannski smá leiðinlegt samt að það sé ekki meiri dýpt í þessu Vine-kjaftæði en raun ber vitni.

Interpol og Portishead eru fyrstu böndin sem tilkynnt eru á ATP í ár. Portishead er gott stöff, Interpol minna gott. Svo á eftir að tilkynna um aðalnúmer sunnudagskvöldsins, sem ég held að vera einhver bomba. Það leiðinlega er að ég missi af þessari gæðahátíð í ár því ég verð fyrir austan á annarri gæðahátíð, Eistnaflugi.

Það eiga margar fleiri bombur eftir að falla í ár og ég spái því að nokkur risanúmer muni spila hérna. Afhverju heldur fólk að Bono hafi verið að flækjast hér? Og það er ný U2 plata á leiðinni. Og leggið nú saman 1+1. Ekki það að ég myndi tíma að borga mig inn á U2 enda hef ég aldrei nennt því bandi. Hundleiðinleg hljómsveit – og ég nenni ekki að rífast um það.

Eygló Harðardóttir kynnir í samstarfi við vini sína í Norrænu ráðherranefndinni: The Nordic Playlist. Þetta virðist vera samnorrænt átak til að plögga norrænni músík á alþjóðavísu. Bara hið besta mál. Við erum alltof upptekin af USA og UK þegar við ættum að líta okkur nær. Ásgeir Trausti og Emilíana eru fulltrúar okkar á fyrsta pleilistanum. Mér sýnist að það verði vikulega eitthvað nýtt. Fín leið til að hafa putta á norrænum popppúlsi, þótt þessi fyrsti skammtur hljómi því miður allur eins og bakgrunnspopphjakk í tískubúð í hvaða stórborg sem er. Má biðja um meiri dýpt?

Fór á The Secret Life of Walter Mitty, sem væri nú enn meira óspennandi ef Ísland væri ekki í henni. Frekar slappt stöff bara, ófyndið, langdregið og fyrirsjáanlegt, þótt gaman hafi verið að sjá íslenska leikara og landslag. Svo fær þetta svaka aðsókn á meðan enginn nennir á íslenskar myndir… Týpískt!  Það sem mér fannst eiginlega merkilegast í myndinni var spurningin hvar náði Stiller í alla þessa grænlensku aukaleikara? Tek þó fram að mér finnst Stillerinn frábær gaur. Einkunn: 2/5

Eitt svar to “Eygló Harðardóttir og U2”

  1. hress janúar 6, 2014 kl. 10:34 e.h. #

    Þetta eru taílenskir aukaleikarar, Guðjón.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: