Drullusama Íslendingum

8 Jan

Í gamla daga þorðu menn að segja löndum sínum til syndanna og reyna að hafa vit fyrir þeim. Nú þorir því enginn af ótta við að fá fólk upp á móti sér í kommentakerfum, eða að einhver bendi á móti og spyrji; Nú, ert þú eitthvað betri?

Þórbergur og Laxness voru  alltaf með einhverjar blammeringar og umvandanir, t.d. Laxness í Alþýðubókinni í kaflanum „um þrifnað Íslendinga“. Í dag eru landsmenn orðnir aðeins þrifnari en á þessum tímum sem Þobeggi og Laxi voru að skrifa, en betur má ef duga skal. Hvers lags fávitagangur er það til dæmis að þrífa ekki mannaskítinn eftir sig á almenningsklósettum?

Nú er ég ekki að fara fram á að við tökum Japani okkur til fyrirmyndar í hreinlæti. Þar eru framsæknustu klósett heims og vegna þrengsla leggja Japanir áherslu á lyktarlausan skít með sérstökum pillum. Vilji fólk kúka lyktarlausu getur það til að mynda pantað sér Odafree.

Ég er nú bara að fara fram á að menn (vonandi er ástandið skárra á kvennaklósettum) skilji ekki mannaskít eftir sig út um alla skál. Maður er (ó)hreinlega alltaf að lenda í þessu; að koma á klósett þar sem á móti manni tekur óþrifinn mannaskítur  í skálinni með tilheyrandi óþefi. Hvaða egómanísku górillur eru hér á ferð? Til hvers halda þær að klósettburstinn við hliðina sé?

Versta tilvik sem ég hef lent í var á klósettinu í Krónunni, Lindum. Ég ætlaði í sakleysi mínu að pissa (sjálfur kúka ég aldrei á almenningssalernum) og þurfti að bíða þar til einhver feitlaginn maður kom skömmustulegur út. Það var hreinlega eins og skítasprengja hefði verið sprengd þarna inni, svoleiðis búið að hrauna yfir allt, ekki bara í klósettið heldur upp um alla veggi líka. Ég skil ekki hvernig maðurinn fór að þessu. Ég var nú ekkert að hlaupa á eftir hinum seka heldur hljóp ég blágrænn út og hélt í mér á næsta klósett.

Fyrst ég er byrjaður á þessu get ég bætt við annarri skitu, þeirri að spyrja hvað Íslendingar hafa almennt á móti því að nota stefnuljós. Í umferðinni speglast siðferðisástand þjóðarinnar (sama siðferðisástand og olli hruninu). Miðað við hversu fáir gefa stefnuljós, taka tillit til gangandi og hjólandi, eða bara annarra ökumanna þá er eitt ljóst: Flestum Íslendingum er drullusama um alla nema sjálfa sig.

4 svör to “Drullusama Íslendingum”

 1. Gaui janúar 8, 2014 kl. 7:21 e.h. #

  Montnir gráðugir kúkalabbar

 2. Brynjar janúar 9, 2014 kl. 9:48 f.h. #

  .. og verstir í stefnuljósakæruleysinu eru LandCruiser-keyrandi, forstjóralúkkandi plebbar. Það er hending að svoleiðis gaurar gefi stefnuljós. Efast um að slíkt hafi náðst á mynd meira að segja

 3. Halldór janúar 10, 2014 kl. 1:22 e.h. #

  Sammála mörgu í þessum pistli, en… það er annað sem fer í mig við íslendinga líka og það er sannað hér í þessum pistli.

  Gaurinn sem kom út af klósettinu skömmustulegur er mögulega ekki „kúkarinn“. Líklegt er að það hafi fengið á hann að mæta einhverjum vitandi það að klósettið væri eins og eftir skituárás og næsti maður mundi pottþétt kenna honum um það.

  Vil bæta við þessa frásögn hans annars ágæta Dr. Gunna að íslendingar eru líka ansi dómharðir á hvað væri „líklegast að hafi gerst“ og að dæma fólk eftir útliti, frekar barnalegt margt í þessu… ég meina, hvaða máli skiptir hvort að maðurinn er feitlaginn og það sé síðan kúkalykt á klósettinu eftirá… mögulega er kúkalyktin og ófögnuðurinn ekki eftir hann heldur eftir tvítuga þvengmjóa fegurðardrottningu sem notaði klósettið á undan.

  Engar sannanir eru fyrir því að feitlagni maðurinn sé kúkarinn, bara byggt á líkum og barnalegri hugsun íslendingsins um steríótýpur og steríótýpískar aðstæður.

  • drgunni janúar 11, 2014 kl. 6:03 f.h. #

   Hið dularfulla kúkaramál verður aldrei upplýst, en ekki myndi ég nú segja að þessar aðstæður væru „steríótýpískar“. Ég beið mjög lengi eftir að þessi maður kæmi út og get bara ekki ímyndað mér að hann hafi getað hangið svona lengi yfir drullunni úr einhverjum öðrum. Það hefði verið einskonar kraftaverk! En jú jú, vér Íslendingar megum temja oss minni dómhörku.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: