Glott og Spévísi

11 Jan

Þorsteinn Guðmundsson og konan hans, Elísabet Anna Jónsdóttir, standa að útgáfu tímaritsins GLOTTS. Þetta er svaka gott blað með allskonar skemmtilegu efni eins og dónakrossgátu, auglýsingum og efnisinnihaldslýsingu. Þorsteinn sjálfur skrifar besta viðtal sem ég hef séð við íþróttamann (viðtöl við íþróttafólk eru annars alltaf ömurlega leiðinleg (allavega fyrir fólk sem hefur ekki áhuga á íþróttum)). Grípum niður í viðtalið við Hannes fótboltamarkvörð:
glott-hannes
Meðal annars efnis í Glott 1: Ari Eldjárn skrifar pistilinn Mamma mía, móðir mín; Glott stelpan er á sínum stað; Fyrsti kafli Kristján Gísla og morðið á líkamsræktarstöðinni eftir Halldór 48 ára; Bitin í rassinn eftir Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur; Ég er vitlaus og ég míg á mig, eftir mig.

sspé
Sjálfsprottin Spévísi – Hver ertu í dag?
Hljómsveitin Sjálfsprottin Spévísi hefur gefið út fyrsta diskinn sinn sem er helvíti fínn. Þetta er band frá Akureyri en nú hafa meðlimirnir flutt í bæinn til að meikaða. SSSpé spilar melódískt rokk á íslensku með alveg slatta af popppönkuðu íblöndunarefni. Textaframburður er til fyrirmyndar en samt eru allir textarnir í tvíriti í mjög metnaðarfullum umbúðunum. SSSpé minnir stundum á 200.000 naglbíta og gott ef ekki færeyska pönkbandið 200 líka. Stundum á The Clash og Green Day. Eins og ég segi: Helvíti fínt efni hér á ferð og hana nú!3 svör to “Glott og Spévísi”

 1. Gísli Már janúar 12, 2014 kl. 3:37 e.h. #

  Og hvar finnur maður svo þetta tímarit? Ég er búinn að fara í 2 Eymundssyni og Mál og Menningu Maður og enginn kannast við þetta.

  • drgunni janúar 12, 2014 kl. 6:00 e.h. #

   Dreifingin er eitthvað lengi í gang enda bara um að ræða venjulegt fólk á venjulegum bíl. Hlýtur að detta inn!

 2. Gaui janúar 12, 2014 kl. 6:11 e.h. #

  H e y r baráttu kynferðislegar langanir … heyja háði háðum háð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: