Bretar á balli í Reykjavík 1810

13 Jan

Glögga gestsaugað. Það hefur löngum horft á okkur eyjaskeggja með glögga gestsaugað í pung. Við erum auðvitað viðkvæm fyrir þessu, enda almenn trú að hér í nafla alheimsins búi rjómi jarðarkringlunnar og allt í útlöndum sé glatað frat. Fyrr á öldum var eyjan jafnvel einangraðri en núna og eyjaskeggjar jafnvel enn meiri eyjaskeggjar. Gaman er að glugga í bókina Travels in the island of Iceland during the summer of the year MDCCCX, sem Sir George Stewart Mackenzie skráði. Hér flæktist hann um með læknunum Holland og Bright fyrir rúmlega 200 árum, 1810. Þetta voru náttúrlega snobbaðir yfirstétta-Bretar sem glottu yfir afdalamennskunni hér. Félagarnir skelltu sér á ball í Reykjavík. 
ball1810

Bókin liggur í heild á netinu. Kannski spurning um að lesa bókina áður en Framsóknarflokkurinn fær lögbann á hana?

5 svör to “Bretar á balli í Reykjavík 1810”

  1. Jón Trausti Sigurðarson janúar 13, 2014 kl. 10:07 f.h. #

    Dagbók Henry Holland úr Íslandsheimsókn hans með Sir George Stewart er líka til á bók, í íslenskri þýðingu. Stórskemmtileg. Best er lýsing hans á frammistöðu kórsins í dómkirkjunni.

  2. Sir Rutherford janúar 13, 2014 kl. 1:16 e.h. #

    Regretfully, if I may be so bold to add, the morals of the people of Reikiavik do not seem to have improved during the past two hundred years. Not at all.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: