Lambatittlingur í gapastokki

14 Jan

Egill Helgason skrifar grein um menningarlífið á sunnudaginn. Eins og hann, man ég vel eftir því þegar minna var um að vera í Reykjavík. Þetta er sem betur fer mikið að skána og maður má eiginlega hafa sig allan við í menningarneyslu. Framundan er til dæmis Frönsk kvikmyndahátíð og margt spennandi þar. Stefni á að sjá allavega 3 myndir og má annars hundur heita. 

Það telst til tíðinda að sýnd sé ópera eftir meistara Gunnar Þórðarson. Ragnheiður fer á svið Hörpu í mars, á fullu gasi í þetta sinn, en ekki í tónleikaformi eins og í Skálholti í sumar. Möst sí, myndi ég halda.

IMG_5200
Eintómir snillingar skipa hljómsveitina AdHd: Óskar og Ómar Guðjónssynir, Davíð Þór Jónsson (sem sést hér að ofan, hugsanlega með Róberti Redford) og Magnús Trygvason Eliassen. Hljómsveitin heldur tónleika í Gamla bíói mánudaginn 27. janúar (miðasala). Það voru bara einir tónleikar með þeim í fyrra (á Jazzhátíð Reykjavíkur). Bandið er á Evróputúr núna og lýkur þeirri yfirreið sem sé með þessum tónleikum í Gamla bíói. Skömmu síðar hefjast svo upptökur á fimmtu plötunni.Hvítsálarhljómsveitin Dusty Miller efnir til útgáfutónleika í tilefni útgáfu þeirra fyrstu plötu, Music by Dusty Miller. Platan er komin í allar betri plötubúðir og í sölu á tónlist.is. Þetta er búið að vera ansi löng fæðing og því verður öllu tjaldað til á tónleiknum. Tjarnarbíó 1. feb og miðasala hafin hér.

gapast
(Samsett mynd: Ritstjórn)
Talandi um menningu. Nafnalisti listamannalauna var tilkynntur í gær. Jafnharðan var reistur hinn sívinsæli gapastokkur á DV þar sem óríkisstyrkt alþýðan fékk að henda nokkrum úldnum túmötum í listamennina (aka afætur (eða alætur, eins og einn fundarmanna skrifaði í æsingi sínum)). Þetta gamalkunna glamr er alltaf jafn skemmtilegt og álíka árvisst og þorrinn.

sursadir-tittlingar
Talandi um þorrann. Ég er á báðum áttum með þessa súrsuðu lambatittlinga sem nú er boðið upp á. Þeir eru sagðir vera „skemmtileg nýjung“. Ég er allur fyrir nýjungar í matargerð og hef metnað til að smakka allt. Að slafra í sig lambatittlingum er þó jafnvel of kreisí fyrir minn smekk, sérstaklega þar sem mér sýnist tittlingarnir vera í heilu lagi í pakkanum, en ekki dulbúnir í hlaupi eins og pungarnir. Aldrei að vita samt…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: