Biggest loser got talent

7 Feb

Hef séð tvo þætti af Biggest Loser Ísland, en veit ekki hvort ég þoli meira því á köflum er  bara of óþægilegt að horfa á þetta. Allt eftir föstum skorðum fransæsins, hratt klippt og æsandi áhrifatónlist undir þegar fólkið vigtar sig (það finnst krökkunum skemmtilegast, spennan). Þetta er bara eitthvað svo ógeðfellt, að liggja sjálfur vel í holdum að úða í sig poppi og súkkulaði og sjá þjakaða offitusjúklinga „í bata“ hlussast áfram með gjammandi tálguð vöðvabúnt yfir sér. Steininn tók úr þegar fólkið fór að gráta yfir bréfum ættingja, sem voru lesin upp með leikrænum tilþrifum. Maður er ekki vanur að sjá landa sína gráta í sjónvarpinu svo þetta var gríðarlega óþægilegt. Hörkuspenna er þó að vita hvernig fólkið lítur út í þáttarlok enda er þyngdartap helsta skemmtiefni þessa fáránlega samtíma. Það er nánast ekki talað um annað, allstaðar, alltaf, en mat og offitu. Eru það kannski við sem erum illahöldnu kjúklingarnir í sláturhúsi vitundarinnar?

(Of djúpt?)

Á meðan Skjár einn gerir offitusjúklinga að fjárþúfu níðist dómnefnd á börnum og andlega tæpum í Ísland „got talent“ – Auddi Blö segir  „Já, nú skulum við fara og sjá hvort Ísland got talent“ eins og ekkert sé sjálfssagðara. Babú babú, einhver nái í Eið! Þátturinn er annað fransæs, og líka hraður og æsandi og allt æst upp með áhrifahljóðum. Hægt er að búa til æsispennu úr nánast engu. Þeir vita hvað þeir eru að gera, útlendingarnir sem fundu þetta upp. Enda krakkarnir mínir alveg óðir í þetta (Dagbjartur er enn að spurja hvenær Wipe Out Ísland byrjar aftur). Ég vildi kannski sjálfur vera að horfa á fræðslumynd um Páskaeyju á BBC, en maður gerir allt fyrir krakkana sína og á að gera það. Spurning samt að láta Biggest loser þáttinn feida út úr minninu – æ nei, ég verð að  vita hvernig þetta endar og eru ekki einhver verðlaun? Það er allavega 10 millur í verðlaun í Ísland „got talent“. Hann vinnur örugglega þarna dimmraddaði söngvarinn frá Dalvík.

Þannig að: Fínir þættir báðir tveir! (Þannig) Krakkarnir eru þó á einu máli um að Ísland sé betri en lúser.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: