Ást í viðlögum

12 Feb


Hér er myndbandið við lagið Ást í viðlögum. Þetta var fyrsta lagið á plötunni æ með Unun, sem kom út 1994, eða fyrir tuttugu árum. Í því tilefni ætlar Unun að kombakka lítilsháttar, byrjar í kombakki á Eistnaflugi 12. júlí næst komandi. Ég samdi þetta lag. Textinn kviknaði þegar ég gekk einu sinni óvart inn á Rauða krossnámskeið og sá mann sýna nemendunum tæknina með því að kyssa svona dúkku. 

Leikstjóri myndbandsins er Jóhann Sigmarsson. Tökur fóru fram í Laugarásbíói yfir nótt. Þór Eldon nennti ekki að mæta svo það er lúkkalæk sem leikur hann. Meirhluti næturinnar fór í að leggja hágæða lestarteina um allt bíó sem átti að nota til að ná metnaðarfullum skotum. Svo voru þessi teinar ekkert notaðir. Þegar Jóhann skilaði myndbandinu furðuðum við okkur á því að lagið hættir í miðjum klíðum. Aðpsurður afhverju þetta væri svona sagði Jóhann að „myndbönd væru hvort sem er aldrei sýnd í heilu lagi“. Við launuðum Jóhanni með því að semja lagið „Ég hata þig“ fyrir mynd hans Ein stór fjölskylda. Það var stysta lagið með Unun.

Á morgun kemur svo enn einn leiksigur í myndbandinu „Kung Fu Blue“ (aka „Lög unga fólsins“).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: