Úr tónlistarlífinu

3 Apr

glen-matlock
Ég er ekki frá því að einu sinni hafi mig dreymt að Sex Pistols væru að spila í Hamraborginni í Kópavogi. Nú er þetta næstum því að rætast því Glen Matlock kemur fram á Punk 2014 á Menningardögum Kópavogs í byrjun maí – nánar tiltekið 8. maí á Spot. Glen er bæði núverandi og upphaflegur bassaleikari Sex Pistols, samdi flest lögin á Never Mind The Bollocks og spilaði á bassa þrátt fyrir að hafa verið rekinn rétt fyrir upptökur. Hann var ekki „nógu mikið pönk“ og þegar hann sagðist fíla Bítlana var það dropinn sem fyllti mælinn og sláni sem hafði hangið utan í bandinu var tekinn inn í staðinn á bassa, Sid Vicious. Glen kemur fram einn, spilar á kassagítar, syngur og segir frá lögunum – gott ef ekki svarar spurningum úr sal líka. Sagnfræði og pönk. Q4U og Fræbbblarnir koma svo líka fram á þessu Kópavogspönki ársins.

Nordic Playlist heldur áfram að kynna norræna músík. Í þessari viku er það Stefan Gejsing, einn af bókurum Hróarskelduhátíðarinnar sem velur efnið, allt bönd sem koma fram í sumar. “Tónlist frá Norðurlöndum hefur alltaf skipað stóran sess á Hróaskelduhátíðinni. Það er mikið af Norðurlandabúum sem koma á hátíðina og þeir kunna að meta að sjá uppáhaldsbandið frá heimalandinu sínu.” segir Stefan um mikilvægi norrænnar tónlistar á hátíðinni. Aðspurður um hvernig hann uppgötvar tónlist svarar hann: “Ég finn mikið af tónlist á netinu og hlusta á tónlist sem fólk sendir mér. Ég fer líka mikið á tónleika og aðrar hátíðir. Mér finnst það gaman og ég þreytist aldrei á að heyra eitthvað nýtt og spennandi. Ég held að það skipti mestu máli í starfi sem mínu að vera forvitinn.”
Fjölbreytt og áhugavert dót hér á ferð.


Plata Different Turns hefur verið lengi á leiðinni en kemur loksins út á morgun. Músíkin er Smashing Pumpkins-leg á köflum, en fer samt í ýmsar áttir. Hér er fréttatilkynningin: Á morgun kemur út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Different Turns, ,,If you think this is about you … you´re right“ sem inniheldur 13 lög. Different Turns byrjaði sem sólóverkefni tónlistarmannsins Garðars Borgþórssonar árið 2008. Síðar kom Hálfdán Árnason að verkefninu, en þeir félagar leika einnig saman í hljómsveitinni Ourlives. Við gerð plötunnar bættust í hópinn Gunnhildur Birgisdóttir söngkona og Eiður Rúnarsson gítarleikari. Hljómsveitin fer um víðan völl á þessari fyrstu breiðskífu sinni, en hægt væri að lýsa tónlistinni sem eins konar leikhús-rokki, því platan er í rauninni saga sem sögð er gegnum lögin. Það kemur ekki á óvart, því upphafsmaður hljómsveitarinnar hefur starfað í leikhúsi um árabil og ekki að furða að hann sæki innblástur þangað. Tvö lög af breiðskífunni hafa hljómað í íslensku útvarpi undanfarið. Það eru lögin „Erotomania“ og „A broken dream“, en þau hafa bæði fengið góðar viðtökur hlustenda. Ást, hatur og afbrýði skín í gegn í textagerð Different Turns á þessari fyrstu plötu og er greinilegt að hún segir frá óhugnanlegum atburðum sem hafa átt sér stað.

3 svör to “Úr tónlistarlífinu”

  1. Steinn Skaptason apríl 4, 2014 kl. 8:27 f.h. #

    Kassagítar + spjallað við fólk í salnum, það gengur ekki upp, það er hvorki rokk eða pönk. Mikil vonbrigði. Sit heima og mæti ekki.

  2. Steinn Skaptason apríl 4, 2014 kl. 8:31 f.h. #

    Hvernig var það. Átti ekki Trommuleikari Ramones að koma og spila ásamt hljómsveit ? Það stóð til samkvæmt fréttatilkynninga á sínum tíma í einhverju blaði.

  3. Óskar P. Einarsson maí 5, 2014 kl. 10:34 f.h. #

    Ég ætla að mæta. Borga 2000 kall með bros á vör til að sjá 2 af mínum líklega al-uppáhalds íslensku tónleikaböndum, Q4U og Fræbbblana (þeir eru komnir með 3 bé aftur, eftir því sem ég best veit). Glen Matlock er svo bara bónus.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: