Mexico með Gus Gus

13 Jún

ggus-mex
Gus Gus – Sustain
Mikil fengur er í nýrri Gus Gus plötu, enda var hestaplatan sem kom út fyrir þremur árum dúndurgóð. Nú er komin út 9 laga platan Mexico þar sem haldið er á ýmis teknósk mið, með og án stengja. Nokkur munur er á fíling laga eftir því hvort Högni, Daníel eða Urður er í aðalhlutverki, en allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Lögin eru:

01 Obnoxiously Sexual
02 Another Life
03 Sustain
04 Crossfade
05 Airwaves
06 God Application
07 Not The First Time
08 Mexico
09 This is what you get when you mess with love

Umslagið er töff. Ég smelli laginu Sustain inn í streymi. Getur einhver sagt mér úr hvaða gamla diskólagi bassalínan í þessu lagi kemur?

5 svör to “Mexico með Gus Gus”

 1. Brjánn Guðjónsson júní 13, 2014 kl. 6:56 e.h. #

  Hér hefurðu bassalínuna.

 2. Þórdís júní 13, 2014 kl. 8:46 e.h. #

  Fólk varð viðþolslaust á þessu heimili þegar það las þessa áskorun. Skjótum á Lessons in love með Level 42.
  Og já, brilliant diskur hjá GusGus!

 3. Steini júní 13, 2014 kl. 11:37 e.h. #

  Mér finnst þetta líkt Don’t stop the music með Yarbrough & Peoples.

 4. drgunni júní 13, 2014 kl. 11:43 e.h. #

  Það sem ég hafði reyndar í huga er þetta – svo virðist sem Alphaville hafi tekið viðlagið úr þessu lagi og breytt í introbassalínu…

 5. Biggi Veira júní 18, 2014 kl. 5:01 e.h. #

  Sounds like a melody með alphavile er rétt svar. Sátum uppí bústað og datt ekkert í hug. Sló inn intróið frá alphavile inn á Juno 106’una. Siðan stokkuðum við upp hljómaganginn og fengum út sustain..
  kossar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: