Rökrétt framhald

19 Jún

10481964_911824015509996_4184628249282740650_o
Innan í hræðilegu umslagi (artí leim) er glæný plata Grísalappalísu, Rökrétt framhald („ber nafn með rentu“ segir Mbl). Platan er komin á Spotify svo hér sé stuð. Gaman er af böndum sem hanga ekki yfir hlutunum, heldur smella í plötu með rétt árs millibili. Hraukaður fílingur er í ellefu laga pakka, margt svona hjakkað í „anda“ Fall og Pavement, en annað poppaðra. Flest skemmtilegt. Textaframburður er til fyrirmyndar á gáfnaljósuðum textum. „Tík“ minnir mig á Pop Group í villimennskum fönkbassafíling (án döbb hljóða þó); „ABC“ og „Þurz“ er mesta indie-poppið, „Nýlendugata-Pálsbæjarvör-Grótta“ er dúndr,og „Melankólía“ er styðst (1.24). Drífa sig að fá sér eintak eða kynna sér plötuna á þar til gerðum miðlum (eins og t.d. Bandcamp).

Hljómsveitin ætlar á tónleikaferðalag í sumar um landið ásamt Dj flugvél og geimskip, sem segist á nýrri og undurfurðulegri heimasíðu vera að vinna að plötu.

ps – Það hlýtur einhver að hafa verið að steikja kleinur í húsinu.

Eitt svar to “Rökrétt framhald”

  1. Óskar P. Einarsson júní 19, 2014 kl. 10:22 e.h. #

    Eldflaugar-síðan er algjört masterpís, lúkkar eins og hún hafi verið sett upp í Netscape Navigator V2.0 árið 1995.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: