Fimmvörðuháls í úrhelli

16 Júl

10455570_10152150749936930_6254796189193230395_n
Það er ekki laust við að maður sé með harðsperrur. Gekk nebblega Fimmvörðuháls með amerískum vini mínum á mánudaginn. Þetta var í þriðja sinn sem ég fer FVH, fyrsta skipti eftir gos. Ég var eini Íslendingurinn í rútunni til Skóga (3.600 kr). Veðrið var ágætt í byrjun. Fossaröðin í Skógaá er ansi stófengleg og það var ekki laust við að ég fylltist þjóðernisstolti við að ganga um þennan konfektkassa með fulltrúa útlanda.

10524326_10152150752451930_6369969511595041928_n
Svo komum við að brúnni og þá tók auðnin við ásamt hamfararigninu. Það svoleiðis hamraði á okkur bleytan. Þegar við komum í nýja skála FÍ á miðri leið fengum við að fara inn og hlýja okkur. Það var allt gegnsósa. Ég hellti úr gönguskónum mínum svona lítra af hverjum fæti. Skálavörður, kona með hund, var ekkert nema almennilegheitin og gaf mér tvo plastpoka til að skella á bífurnar. Ég tek fram að ég var í háklassa leðurgönguskóm, það bara skipti engu máli hvernig maður var undirbúinn á löppunum, það lak allt niður með löppunum og blotnaði. Ókei, ég hefði átt að taka hlífðarboxurnar mínar með.

Ekkert annað að gera nema halda áfram. Það hamraði á okkur þar til við vorum komnir yfir Heljarkamb. Sem betur fer var enginn vindur og þokkalega heitt svo maður hafði það bara ágætt í sinni albleytu. Norsku ullarnærfötin gerðu sitt gagn og goretex anórak frá Millet, en einhverjir hanskar sem ég keypti í Regatta á 3000 kall voru bara sósa. Hefði betur splæst í hanska á 20.000 í einhverri fansí búð. Á leiðinni var snjóskafl sem lítur út eins og fiskur:
2014-07-14 13.48.08
Í þetta þriðja skipti fannst mér allt miklu styttra og auðveldara en áður. Einstigið Kattarhryggir voru t.d. algjört pís of keik. Við vorum 10 tíma að þessu enda vorum við ekki í neinu kapphlaupi. Gistum í Básum, sem er besti og skemmtilegasti skálinn í paradísinni Þórsmörk (4.500 kr nóttin). Þarna voru fleiri Íslendingar en útlendingar og allir í mjög góðum fílingi enda ekki annað hægt. Bakpokarnir okkar voru gegnsósa en svakalega almennileg kona sem gegndi starfi skálavarðar lánaði okkur svefnpoka og teppi enda var maður kominn með skjálfta þegar hér var komið við sögu. Djöfull var gott að fá sér pokamat og sígarettu eftir þessi ósköp, enda allt best sem kemur eftir harðræði. Daginn eftir fór rúta í bæinn kl. 07:20 (7.500 kr) og maður svaf megnið af leiðinni. Stórfengleg  ferð þrátt fyrir rigninguna, eða e.t.v. vegna hennar.

(Myndir: Bryan Riebeek)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: