Konni rokkar!

17 Júl

10436038_10204469743930543_8914748510085106494_n
Hér eru þeir Baldur og Konni að trylla lýðinn 1953. Baldur er eini búktalarinn sem hefur gert það gott hér á landi á og voru þeir félagar hott ætem í Tívolí. Eitthvað fór síðan að halla undan fæti og það hefur verið sagt mér að Baldur hafi verið á vertíð einhversstaðar örlí 80s og þá hafi Konni legið í tösku undir rúminu hans. Nú berast fréttir af nýju lagi með Stuðmönnum sem heitir einfaldlega Baldur og Konni og bíð ég auðvitað spenntur eftir því.

0213-Þrír góðir að skemmta, Baldur, Konni og Ómar Ragnarsson
(Á þessari mynd hefur Ómar Ragnarsson slegist í hópinn)
Þeir kumpánar Baldur og Konni gáfu út nokkur lög á seinni hluta fiftís, öll á vegum HSH, Hljóðfæraverslunar Sigríðar Helgadóttur. Sex 78 sn plötuhliðar komu með Konna og stórsöngvaranum Alfreð Clausen (Allir krakkar /Allir krakkar // Hurðaskellir og Konni 1/ Hurðaskellir og Konni // Búkolla í Bankastræti /Konni rokkar (syrpa) – allt 1957). 

Konni_og_Skapti_-_Í_sveitinni_-_A-hlið_-_umslag_-100p
Ári síðar kom þessi 45 sn þar sem Skapti Ólafsson var orðinn besti vinur aðal í lögunum Í sveitinni og Konni flautar. Þá var líka 2 lögum af 78sn smellt á 45sn, Búkolla og Allir krakkar.

Ég  keypti nýlega 2 af þessum 78sn plötum í Háaloftinu á Akureyri; Hurðaskellis-plötuna sem ég mun blogga þegar jólin koma og svo hið mikla meistaraverk Búkolla í Bankastræti og Konni Rokkar. Gjössovel:
0203-Konni og Alfreð Clausen. Baldur Georgs að öllum líkindum ekki langt undan
Alfreð og Konni – Konni rokkar

Alfreð og Konni – Búkolla í Bankastræti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: