Myndbönd með S.H.Draumi

18 Júl

Hefi framleitt S.H.Draums myndbönd á færibandi eftir að ég kom gamalli VHS spólu á stafrænt form í Myndbandavinnslunni. Við vorum alltaf að skjóta strákarnir, fyrst með VHS upptökuvél (Bensín skrímslið videóið) og svo með 8mm tökuvél sem gefur þessa fallegu áferð. Það var alltaf markmiðið að búa til myndbönd og fá þau sýnd í Skonrokki. Bensín skrímslið videóið (E-6) kláruðum við aldrei. Hið metnaðarfulla myndband við Öxnadalsheiði (E-13) kláruðum við ekki fyrr en safnplatan Allt heila klabbið kom út 1993, sex árum á eftir áætlun.
Myndband við Græna frostpinna (E-18) kláruðum við og fengum sýnt í sjónvarpinu. Síðan notuðum við myndefni úr sama sessjóni til að gera myndband við lagið Bimbirimbirimbamm og fengum það líka inn í Skonrokk.

3 svör to “Myndbönd með S.H.Draumi”

 1. Birgir Baldursson júlí 18, 2014 kl. 6:47 e.h. #

  Myndbandið við Græna frostpinna var gert á VHS, eins og kemur fram í sjálfu myndbandinu. Stöð 2 tók ekki við því á þeim forsendum að VHS-gæði væru óboðleg, þetta væri „eins og draugur upp úr öðrum draug“.

  • Frammbyggður júlí 23, 2014 kl. 2:43 f.h. #

   Það var rétt hjá þeim, en ef efnið er áhugavert þá á að sýna það!

 2. Birgir Baldursson júlí 18, 2014 kl. 6:47 e.h. #

  Nei afsakið, átti við Öxnadalsheiði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: