Etið víðsvegar í hádeginu

20 Júl

Gaman er að fara út að borða, ekki síst vegna þess að þá þarf maður ekki að ganga frá eftir sig né vaska upp. Mun ódýrarar er að eta í hádeginu en á kvöldin. Þess vegna fara nískir eins og ég út að borða í hádeginu. 

Friðrik V á Laugarvegi er sannarlega fínn staður og ódýrt er að fá sér rétt dagsins í hádeginu (1.750 kr). Fengum stafasúpu sem var full mikið leikskóladæmi fyrir minn smekk og bragðgóða smálúðu með meðlæti. Lúðan var fín en svo sneisafull af beinum að ég nennti ekki borða stykkið allt. Aldrei vitað annað eins beinafargan. Þrjár stórbeinóttar stjörnum fær Friðrik V. Ég er alveg til í að prófa aftur og vona þá að ég fái ekki annað eins beinadæmi.

Rétturinn í Keflavík er Múlakaffi Suðurnesja með „heimilismat“ á boðsstólum. Fékk mér bland af purusteik og kjúklingi með meðlæti á haugaðan disk (1.800 kr). Ljómandi fínt bara. Steini fannst þó steikta ýsan sem hann valdi frekar slöpp. Tvær stjörnur sem sé.

Fresco er glænýr salatstaður á Suðurlandsbraut. Lítur út eins og erlend keðja en er það kannski ekki (?). Sama system og að panta pizzu nema maður pantar salat – bæði hægt að búa til sitt eigið eða velja forvalið salat. Sniðugt og hollt. Ég fór í forvalið, „Fresco Oriental“ (1.490 kr) sem var reglulega gott og skammturinn seðjandi. Fer þarna pottþétt aftur og prófa meira. Fjórar stjörnur.

Meze Laugavegi 42 er tyrkneskur veitingastaður. Smáréttirnir heilluðu mest. Boðið er upp á þrjá ákveðna smárétti í hádeginu á 2.190 kr. Við splæstum í þannig disk og Meze platter á 2.890 kr og vorum því komin með 6 smárétti samtals ég og Lufsan sem við skiptum á milli okkar. Allt smakkaðist vel, en mér fannst þetta nú full dýrt miðað við magn og gæði. Þrjár stjörnur.

Mikið vona ég svo að veitingahúsaflóran stækki hér enn og einhver fari að bjóða upp á líbanskan mat eða álíka Norður Afríku dæmi. Kannski verður veitingahús í nýju Moskunni – en kannski má það ekki því gæti guð orðið alveg brjálaður? 

 

Eitt svar to “Etið víðsvegar í hádeginu”

  1. Óskar P. Einarsson júlí 25, 2014 kl. 11:56 e.h. #

    Ali Baba var fínn staður – var á sama stað og þetta Fresco er núna en hætti og er nú bara í bænum. Rekinn af Sýrlendingum og alveg þrusufínt, kemst næst því að vera Líbanskt sem ég man eftir á Ísl. Búllan í bænum er bara með svona Texas-sjoppulegum barstólum og ég nenni ekki svoðeiðis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: