Haust, Börn, Kvöl…

25 Júl

haust_b
Maður er nefndur Hörður Már Bjarnason. Hann býr til rafræna popptónlist og kallar verkefnið M-Band. Það kom fín EP plata með honum 2012 og í næstu viku kemur fyrsta platan „í fullri lengd“ og kallast hún Haust. Platan verður fáanleg á stafrænu formi á bandcamp síðu Raftóna frá og með 28. júlí næstkomandi, en verður síðan fáanleg hjá öllum þeim vefverslunum sem máli skipta þann 16. ágúst. M-Band hefur verið að duglegur að koma fram á hinum viðburðum sl. ár, einsamall eða sem gestaleikari með ýmsum sveitum (t.a.m. Tonik og Nolo). 

Á sinni fyrstu breiðskífu, Haust, býður Hörður upp á átta tónverk, þar sem hann blandar saman rafrænum og lífrænum hljóðfærum – ásamt því að fullkomna blönduna með sinni sérstæðu söngrödd. Breiðskífan verður einnig fáanleg í geisladiskaformi í nokkrum vel völdum plötubúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er mjög fínt stöff, seigfljótandi rafmassi í melódískri lúxussósu. Fáum tóndæmi:

M-BAND – All is Love

a2648306987_10
Hljómsveitin BÖRN spilar drunganýbylgjupönk og hefur gefið út sjö laga 12″ EP plötuna Börn sem fæst í Lucky etc. Hér er spilað eins og verið sé að spila í áheyrnarprófi fyrir Rokk í Reykjavík, ekkert tíst og brak, sem sé, heldur kraftur og drungi. Hin ferski/gamaldags en umfram allt gerðarlegi síðdrungi er áhlustanlegur á Bandcamp-síðu Barna.    

a3635101768_10
Börn heldur upp á útgáfu plötunnar með tónleikum á Dillon í kvöld, föstudaginn 25. júlí, kl. 10. Ásamt Börnum mun hljómsveitin Kvöl stíga á svið en þau settu nýja EP plötu á netið nýlega (sem er líka til á míní-cd á völdum útsölustöðum). Kvöl gætu líka verið í Rokki í Reykjavík, spila syntavæddara drungapönk en Börn og fá gamla jálka til að slefa þegar þau telja upp áhrifavalda sína: Suicide, Kraftwerk, The Fall, Wire, The Cramps, Bauhaus… Nett stöff! Á EP plötu Kvalar má hlusta á Bandcamp-síðu sveitarinnar.

 

Eitt svar to “Haust, Börn, Kvöl…”

  1. Frammbyggður ágúst 4, 2014 kl. 2:33 f.h. #

    Pönkið deyr aldrei, það bara lyktar svona.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: